Ef þú tryggir hjá okkur þá færðu það bætt!

Þannig hljóða auglýsingarnar frá okkar ágætu tryggingarfélögum, eða getum við kallað þau ágæt,ég bara spyr?

Mér rann til rifja, og varð í einu orði sagt miður mín , að hlusta á einlægt viðtal í kastljósi, nú á dögunum sem virkilega varð til þess að ég fann til. Þetta viðtal var við föður sem lenti í bíl slisi  með tvö börn sín og þurfa að horfast í augu við það að annað barnið lætur lífið og hitt er lamað og 100 % öryrki. Þegar þannig er á að horfa þá skildi maður ætla að samkennd og velvilji mundi ráða öllum gerðum sem í okkar mannlega eðli ætti að búa, en er það svo?

Nei, tryggingarfélagið fær feldar niður yfir fimmtán miljónir, eða ríflega helming bótanna sem hinum slasaða dreng voru dæmdar á forsendum þess að ríkið eigi eftir að greiða drengnum þessar bætur í náinni framtíð, þvílík fásinna. Allavega þarf að greiða öll iðgjöld að fullu.

Svo er kastljósi í kvöld, með viðtal við lögfræðing sem ásamt tveimur öðrum hefur reynt að fá leiðréttingu á þessum ólögum og alstaðar mætt skilningi hjá ráðamönnum en málið virðist stranda á því að ekki séu til fjármunir hjá alþingi því þessi vinna kosti heilar tvær og hálfa miljón , en ekki séu til ráðstöfunar nema sex hundruð þúsund, en þess má geta að í fréttatímanum á undan þessu kastljósi þá var verið að tala um allar miljónirnar sem ráðuneytin verja í allskonar sérfræðiþjónustu sem mér finnst ekki brýnni enn þetta sem ég er hér að benda á.

Og til að kóróna allan ósóman þá fullyrðir þessi lögfræðingur að þessum ólögum hafi verið komið á vegna þrýstings frá tryggingafélögum, þessum félögum sem segja okkur að ef við tryggjum hjá þeim þá fáum við aða bætt, er þetta brandari?

Ég hef stóra spurningu fram að færa, og spyr hvar erum við stödd?  Eigum við ekki að taka okkur taki, öll sem eitt, og fara að leita eftir þeim Kristnu gildum sem ég seigi, og veit að okkur séum holl. Og hvet ég alla til að lesa 13. kapítula í 1. Korintubréfi sem er um kærleikann og segir okkur allt um það hvers hann er megnugur.

Kærar kveðjur

Þórólfur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Húsið mitt eyðilagðist í bruna. Þar sem lóðin staðsetningin, grunnurinn og einn útveggur brann ekki er tryggingarfélaginu bara skyllt að greiða 65% af viðgerðakostnaðinum. Þar sem ég hef ekki efni á að klára viðgerðina og get því ekki tekið þessu boði þá fæ ég bara 85% af þessum 65% í bætur. Svona eru lögin og mér var ráðlagt að reyna ekki að fara dómstólaleiðina til að ná fram fullum bætum því lög tryggingafélagana eru ríkistryggð.

Offari, 26.2.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórólfur Ingvarsson

Höfundur

Þórólfur Ingvarsson
Þórólfur Ingvarsson

Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hef búið á Akureyri síðan 1964 og er mentaður vélstjóri og rennismiður.

Ég tilheyri Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.

  Áhugamál stjórnmál, trúmál og þáttaka í umræðu þjóðmála.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband