Ríkistjórnin lætur sig ekkert varða fyrirtækin eða þá lægst launuðu.

Hvað er orðið um öllu fögru fyrirheitin sem þessi svika stjórn gaf, hækkun skattleysismarka, áherslu á hækkun lægstu launa og það að standa vörð um velferðakerfið og fleira og fleira?

 Stefnan er sett markvist á það að gera allan almenning að vesælum ósjálfbjarga öreigum sem hvorki hafa í sig né á. Og þá munu þeir sem stjórnina skipa koma og rétta ósjálfbjarga aumingjunum lítilsháttar ölmusu svo þeir nái að lifa af og halda að þeir geti með því unnið sér inn seinni tíma vinsældir og verði þá kallaðir hinir kærleiksríku og góðu.

 Ég spyr, hvernig má það vera, þó að tvær grímur séu farnar að renna á marga, að vinnandi fólk, sem reyndar er að tapa vinnunni margt hvert vegna árása stjórnvalda á fyrirtækin, trúir og heldur í það að eitthvað gott geti komið frá þessari verstu svikastjórn sem  hefur verið við völd í landinu okkar, sem  ennþá er okkar en verður það svo til frambúðar?


mbl.is Hafa ekkert nálgast niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Doddi Doddi

Tek undir með þér. Þetta er sú versta stjórn sem hefur verið við völd sem ég man allavega eftir.

Sem betur fer erum við lánsöm að geta falið Guði almáttugum þetta allt og ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar án hjálpar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Megi almáttugur Guð miskunna landi og þjóð.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2009 kl. 23:19

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir þetta Rósa mín, og það er hryggilegt til þess að vita hverssu margir fara á mis við það að vera í systkina hópnum sem þekkir það og hefur reynt hversu dýrmætt það er að geta treyst algóðum Guði.

Bróður kveðja Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 29.10.2009 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórólfur Ingvarsson

Höfundur

Þórólfur Ingvarsson
Þórólfur Ingvarsson

Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hef búið á Akureyri síðan 1964 og er mentaður vélstjóri og rennismiður.

Ég tilheyri Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.

  Áhugamál stjórnmál, trúmál og þáttaka í umræðu þjóðmála.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 9749

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband