26.11.2009 | 22:46
Samkynhneigðir fá ekki að syngja í kór Fíladelfíu, af hverju?
Ég vil fyrst gera að umtalefni rýr svör forstöðumanns Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík hvað varðar þátttöku samkynhneigðra í starfi safnaðarins í kastljósi nú í kvöld. og að hafa ekki gert greinargóð svör við því hverju sá ágæti söfnuður stendur fyrir, sem auðvitað er ljóst, að standa vörð um Guðs orð. Í því sambandi fyrnst mér miður að hann minnist ekki einu orði á það hvað Biblían segir um þau mál, en hún segir, hvað samkynhneigð varðar, samkynhneigð, hún er fordæmd af Guði.
Ég vil taka hér eina tilvitnun af mörgum úr Biblíunni.
Róm 1:25-32-25- Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. -26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, -27- og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. -28- Þar eð þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt, -29- fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, -32- þeir eru menn, sem þekkja réttdæmi Guðs og vita að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir. Samt fremja þeir þetta og gjöra að auki góðan róm að slíkri breytni hjá öðrum.
Þess vegna segi ég að Vörður Leví Traustason safnaðarhirðir Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík hefur ekki leifi til og má ekki hafa neitt annað að leiðarljósi en orð heilagrar ritningar, sem Hvítansunnuhreifingin byggir allt sitt starf og boðun á. Einn minn berasti vinur sem nú er látin, beint vegna samkynhneigðar sinnar, mun alltaf eiga stórt rúm í mínu hjarta og ávalt var það þegandi samkomulag að hans kynhneigð væri látin liggja á milli hluta, ég sætti mig ekki við hana en vildi eiga góðan vin áfram. Ég sætti mig líka við Friðrik Ómar, sem er ástæða þessara skrifa, sem mér ber að sýna kærleika, en mér hefði fundist það eðlilegri og heiðarlegri framganga af hans hálfu að ræða málin við Vörð Leví áður en farið var með málið í fjölmiðla eins og raunin hefur orðið
.Kær kveðja í Guðs friði
Þórólfur.
Um bloggið
Þórólfur Ingvarsson
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- jvj
- postdoc
- snjolfur
- pallvil
- sjonsson
- jonmagnusson
- eeelle
- zumann
- bassinn
- sigurdurkari
- stjornuskodun
- svarthamar
- hannesgi
- islandsfengur
- kiddikef
- zeriaph
- vidhorf
- thjodarheidur
- krist
- levi
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- savar
- lillo
- hugsun
- stormsker
- eyglohjaltalin
- vilhjalmurarnason
- predikarinn
- olijoe
- askja
- stebbifr
- hjorleifurg
- baldvinj
- konnadisa
- altice
- ghordur
- spurs
- sigvardur
- adalbjornleifsson
- andres
- gunnlauguri
- muggi69
- morgunbladid
- samstada-thjodar
- fullveldi
- gustafskulason
- martagudjonsdottir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá ekki þetta viðtal. Ætti þá ekki að banna fégráðugu fólki að þjóna í kirkjum landsins. Það stendur skýrt í Biblíunni að fégirndin er rótt alls þess sem íllt er. Samkynhneigðir eru einstaklingar eins og við en eru ekki einhver sér þjóðflokkur. Og okkur ber að elska þá sem einstaklinga án þess að leggja dóm á kynhneigð þeirra. Hins vegar á engin sem lifir í synd að fá að vera virkur í þjónustu innan kirkju. En ef Friðrik Ómar er tilbúin að sleppa því að vera sofa hjá öðrum karlmönnum að þá fyndist mér að hann mætti fá að syngja í kórnum. Jesús elskar hann jafn mikið og okkur hin :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.11.2009 kl. 23:33
DoctorE!
Rétt er það að hægt er að finna orð um það að taka skuli samkynhneigðan af lífi en þú ættir að kinna þér orðið betur . Tvennt er til, það er nýi sáttmálinn og sá gamli, skoðaðu þetta vel. Nýi sáttmálinn kom með Kristi, og hvað sagði hann? Hann lagði ekki blessun sína yfir hórdóm, frillu lífi eða samkynhneigð. En eins og stendur í Jóhannesar Guðspjalli 8. kapítula frá og með 1. til 11. versi þá sagði Kristur sem ekki sakfeldi konuna, að sá sem syndlaus væri skildi kasta fyrsta steininum. Kristur sakfeldi konuna ekki, hann lagði ekki blessun sína yfir synd hennar, en hann elskaði hana í kærleika og sagði henni að syndga eigi framar.
Þórólfur Ingvarsson, 26.11.2009 kl. 23:48
Takk fyrir innleggið Sigvarður.
Ég er samála þér í því að fégræðgi er rót hins illa, enda sjáum við í hverja ógöngu okkar Guðvana þjóð er komin, einnig er ég samála því að okkur ber að elska alla menn, því ritað er að elska skalt þú Guð af öllu hjarta þínu allri sálu þinni og af öllum mætti, og náunga þinn eins og sjálfan þig.
En við eigum ekki að sætta okkur við syndina, en sá sem iðrast og lætur að villunni hann réttlætist fyrir Guði og getur fagnandi þjónað honum, í söng, orði eða góðum verkum og þar er sama hver í hlut á, ég, þú, Ómar eða hver annar.
Kærar veðjur,
Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 27.11.2009 kl. 00:05
Sæll Þórólfur minn
Vörður fór að tala um t.d. framhjáhald en annars fannst mér svörin hans loðin.
Margir hafa komið fram með kórnum í gegnum tíðina sem ég hef sett spurningarmerki við.Sigvarður minn, hann Friðrik Ómar er í sambúð. Ég hef ekkert út á Friðrik Ómar að setja, hann syngur dásamlega, er skemmtilegur karater og ekki vantar nú fegurðina.
Það er alveg sama hvað syndin heitir Sigvarður minn, við eigum ekki að vera í fararbroddi í kirkjum lands ef við höfum syndgað.
Minni á boðorðin 10, mátt ekki ljúga, stela, myrða o.s.fr. Heldur þú Sigvarður minn ef ég væri í innstu víglínu og ég væri uppvís af þjófnaði að ég myndi ekki vera beðin um að víkja úr þjónustunni. Ég trúi ekki öðru.
Megi almáttugur Guð miskunna þessari þjóð sem er á hraðri leið frá hinum kristnu gildum.
Guð veri með þér Þórólfur minn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 00:12
Takk fyrir innlitið Rósa mín.
Það er rétt sem þú segir að það hefur miður æskilegu verið hleypt að og gengið fram í því að tala það sem kitlar eyrun með tilheyrandi vanblessun. Okkar Guðvana þjóð á aðeins einn möguleika og það er að snúa sér að algóðum Guði.
Kveðja, Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 27.11.2009 kl. 00:25
Ég veit ekki til þess að neinn hafi látist vegna kynhneigðar sinnar. Ef þessi vinur þinn hefur dáið úr AIDS þá hefur það ekkert með kynhneigð hans að gera, heldur er þetta sjúkdómur sem bæði gagn- og samkynhneigðir fá og hefur ekkert með samkynhneigð að gera. Að halda slíku fram eru fordómar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 01:07
Bjöggi.
Ég er ekki haldinn fordómum en þessi vinur minn tók eigið líf vegna þess að honum var um megn að horfast í augu við sjálvann sig eða aðra vegna kynhneigðar sinnar.
Þórólfur Ingvarsson, 27.11.2009 kl. 08:39
Rósa segir: "Heldur þú Sigvarður minn ef ég væri í innstu víglínu og ég væri uppvís af þjófnaði að ég myndi ekki vera beðin um að víkja úr þjónustunni."
Sigvarður skrifar: "En ef Friðrik Ómar er tilbúin að sleppa því að vera sofa hjá öðrum karlmönnum að þá fyndist mér að hann mætti fá að syngja í kórnum."
Síðan segir þú Þórólfur: "Ég er ekki haldinn fordómum en þessi vinur minn tók eigið líf vegna þess að honum var um megn að horfast í augu við sjálvann sig eða aðra vegna kynhneigðar sinnar."
Þið ágæta fólk sem segist trúa á Jesú Krist: haldið þið að þetta sé leiðin sem Jesús vill að þið farið? Að þið dæmið aðra eftir því hvort þeir sofa hjá fólki af sama kyni, fólki sem það elskar. Dæma fólk vegna kynhneigðar sinnar, sem er þeim meðfædd?
Hversu marga fleiri viljið þið með fordómum ykkar reka út í sjálfsvíg? Það þarf ENGINN að skammast sín fyrir að vera samkynhneigður og enginn að skammast sín fyrir að vera gagnkynhneigður, ekki frekar en að vera trúhneigður.
Vinur Þórólfs væri eflaust á lífi í dag, ef að þjóðfélagið væri orðið það þroskað og meðvitað að það samþykkti samkynhneigð á sama hátt og gagnkynhneigð.
Lokið nú Biblíunni, hugsið inn í hjörtu ykkar og leyfið heilögum anda að hvísla að ykkur hvernig best er að taka á móti náunga okkar og umvefja hann elsku. Hvað skyldi nú Guði í raun vera þóknanlegt.
Ef ykkar Guð er hefnandi Guð þá haldið bara áfram að útiloka - en ef þið þekkið Guð kærleikans þá held ég að þið hljótið að fá þau svör að allir séu jafn velkomnir að syngja í kór og það sé ekki ykkar að útiloka eða leggja hreinlega í einelti, en þetta er ekkert annað.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 09:19
Ég furða mig alltaf því hvernig reynt er réttlæta ljótustu fordóma með því að vitna í einstaklega ógeðfellda kafla í Biblíunni. Þessi tilvitnun í greininni hér að ofan er ótrúleg birtingarmynd haturs og óbilgirni sem sannkristnir skirrast ekki við að gera að sínu.
Þá er sorglegt til þess að hugsa að það hafi verið til þegjandi samkomulag um að tala aldrei um innsta og dýpsta eðli vinarins sem minnst er á í greininni. Er hægt að ímynda sér hvernig þeirri manneskju líður sem ekki fær að njóta sín til fullnustu nákvæmlega eins og hún er í stað þess að þurfa að skammast sín fyrir, fela og breiða yfir það sem helst markar hana? Þetta er það sem hefur rekið fjölmarga samkynhneigða út í dauðann ... það að sannkristnum finnst þeir ekki t.d. þess verðir að syngja við messu.
Þetta er ömurlegt og nöturlegt og það sást gjörla á Fíladelfíu-Verði að hann vissi vel að málstaður hans er aumur og ljótur, enda var hann flóttalegur mjög og leið illa. Ég skora á Vörð að skoða þetta viðtal aftur og þá mun hann sjá hvað honum raunverulega finnst um þessa andstyggilegu fordóma. Ef hann getur ekki staðið við sannfæringu sína á þeim stað þar sem hann getur helst breitt út boðskapinn, í sjónvarpi, þá er ekki mikill burður í þeim boðskapnum.
Óli Jón, 27.11.2009 kl. 09:32
Jóhanna: Þetta er gott innlegg hjá þér og hittir nákvæmlega í mark.
Óli Jón, 27.11.2009 kl. 09:40
Hvaða máli skiptir það að hommi vilji singja í kirkju og ef hann fær það ekki þá fer allt í hund og kött, bara leyfa fólki sem er með kór að stjórna hver syngur í honum, Friðrik Ómar getur bara farið annað að syngja ekki vera að troða sér inn allstaðar. Þessir tóneikar eru fyrir þá sem minna meiga sín ekki til að koma fólki fram eða tækifæri til að koma í sjónvarpi.
Sjón (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:22
"Hvaða máli skiptir það að hommi vilji singja í kirkju og ef hann fær það ekki þá fer allt í hund og kött, bara leyfa fólki sem er með kór að stjórna hver syngur í honum.."
Heyrði viðtal við hann einhversstaðar - og tilgangurinn er ekkert að hann fái að syngja í kirkju, heldur er hann að vekja athygli á málefninu - sem er að því er manni skilst - síður en svo einsdæmi.
Menn hafa bara tekið þessu þegjandi hingað til og látið yfir sig ganga.
Til að vekja athygli á svona málið og fá þar með kastljós fjölmiðla ásamt ýmsum athugasemdum sem ekki eru alltaf par fína - þarf auðvitað sterkan einstakling og ekki síst einstakling sem vanur er sviðsljósinu.
Svo þetta er nefnilega ákaflega virðingarvert framtak hjá Friðriki og honum til sóma og öðrum til eftirbreitni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 11:58
Smá í framhaldi af hugleiðingu DoctorE. Jesú sagði gamla sáttmálan gilda áfram.
Síðan ítrekar hann orð Móses.
þannig að hann hefur augljóslega ekkert á móti því að drepa í guðs nafni.
Þeir sem útskúfa fólki eru miklir hræsnarar og það er synd að sjá þá miklu fordóma sem kirkjunnar menn hafa.
Odie, 27.11.2009 kl. 12:06
Hvernig væri að vísa til þessara biblíutilmæla þannig að hægt sé að finna þau í nýjustu biblíunni? Að nota þessi tilvitnuðu orð um gagnkynheigða minnir mig reyndar á orðbragðið sem nasistar notuðu um gyðinga: ''fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, -32- þeir eru menn, sem þekkja réttdæmi Guðs og vita að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir''.
Hér er sagt beinum orðum - og þetta á að eiga við um samkynhneigða - að samkynheigðir séu dauðasekir. Þú ert að hvetja til ofsókna gegn samkynheigðum og það varðar við lög.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.11.2009 kl. 12:29
Ef þessi vinur þinn heur tekið eigin líf þá dó hann ekki beint vegna samkynhneigðar sinnar. Það er líklegra að hann hafi tekið eigið líf vegna þunglyndi sem gæti hafa verið verra vegna fordóma samfélagsins gagnvart samkynhneiðgum. Sama hvernig þú reynir að snúa út úr þessu þá deyr enginn beint vegna samkynhneigðar sinnar. Að halda slíku fram eru fordómar, og það eru allveg jafnmiklir fordómar þó þú vitnir í Biblíuna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:49
Mér sýnist að þú værir sáttur við þrælahald einnig. En í Biblíunni þinni stendur nú einnig.
Svona er nú Guðs orð skrýtið. Þú getur nú réttlæt margt með ritningunni og margt af því er viðbjóður.
Odie, 27.11.2009 kl. 13:52
Sigvarður segir af kristilegu umburðarlyndi:
"Samkynhneigðir eru einstaklingar eins og við en eru ekki einhver sér þjóðflokkur. Og okkur ber að elska þá sem einstaklinga án þess að leggja dóm á kynhneigð þeirra. Hins vegar á engin sem lifir í synd að fá að vera virkur í þjónustu innan kirkju. En ef Friðrik Ómar er tilbúin að sleppa því að vera sofa hjá öðrum karlmönnum að þá fyndist mér að hann mætti fá að syngja í kórnum. Jesús elskar hann jafn mikið og okkur hin :)
Hann kvittar svo með brosmerki og finnst þetta máske sniðugt, en það sem hann er að segja hér er að kristnum beri ekki að hafa fordóma í garð samkynhneigðra, svo fremi sem þeir séu ekki samkynhneigðir. Segir allt um gáfnafar og rotinn hug ykar ofsatrúarmanna. Manni verður flökur a lesa skrifin hér og sjálsupphefjandi skrifin, þar sem þið berjist við það að bera trú ykar á torg og upphefja og toppa hvert annað í hræsninni.
Ég vil svo biðja þig Þórólfur að lesa ritninguna betur og ekki ætla þér að hér sé neinn að miskilja neitt. Það má sannarlega segja að þið farið eftir orðinu, sé tekið tillit til Lúk. 14:24 eða Matt. 10:34-9. Ef þið teljið það gera ykkur að betri manneskjum að lifa samkvæmt þessu, þá skuluð þið sleppa því að velja og hafna og bera fyrir ykkur nýja sáttmála.
Þið hafið ekki hugmynd um að þessar bókmenntir eru skáldskapur og viljið ekki vita af öllum þversögnunum og sögulegum rangfæraslum. Á meðan eruð þið fáfróðir ofstækismenn og fátt er hættulegra en það í okkar samfélagi. Ef þið viljið áfellast þá sem lifa í svokallaðri syn, þá meinið einstæðum mæðrum aðgang að kirkjunni. Meinið einnig fólki, sem býr í óvíogðri sambúð aðgangi og munið það að konur eiga að þegja og vera auðmjújkar, svo það útilokar þær væntanlega úr kórstarfinu líka.
Fátt er fyrirlitlegra í manforinni en fólk á ykkar kaliberi. Og svo þykist þið hafa siðferðisþrek framar öðrum. Þvílík öfugmæli!
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 13:57
Ef ég byggi á Íslandi væri ég búinn að kæra eiganda þessarar bloggsíðu til Lögreglu.
Eldur Isidor (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:59
Ef þú hefðir haft þessi orð þín yfir í mín eyru og verið innan seilingar Þórólfur, þá hefði ég rétt þér einn á kjaftinn. Og það sama gildir um Sigvarð og fleiri álíka nöttkeis.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2009 kl. 14:01
Guð gefi ykkur öllum góðan dag.
Mig langar að vitna í orð sem höfð eru eftir Þorsteini Gylfasyni heimspekingi: “Kristinn maður verður að trúa á allan kristin dóm: á upprisu holdsins og erfðasyndina, á himinninn og helvíti og djöfulinn sjálfan og almáttugan Guð og hans einkason. Það er allt eða ekkert, fyrr og síðar”
Við eigum ekki að ástunda málamiðlanir. Við eigum að fara eftir leiðsögubókinni sem okkar himneski faðir gaf okkur.
Af hverju eru þið að segja okkur að gera eitthvað annað?
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:13
Eldur Isidor "Ef ég byggi á Íslandi væri ég búinn að kæra eiganda þessarar bloggsíðu til Lögreglu."
Rósa: "Ef ég væri ráðandi á mbl.is myndi ég hafa reglur um að enginn mætti stofna blogg nema undir sínu rétta nafni."
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:16
Það er ljós að ef viljinn er fyrir hendi þá getið þið útskúfað ansi mörgum. Hvað ætli það séu margir sem hafi húðsjúkdóma í kórnum eða önnur smá lýti.
Móses segir síðan frá því hvernig Guð líkar illa við þá sem eru vanskapaðir eða með önnur líti. Þeir
Odie, 27.11.2009 kl. 14:19
Rósa, það er enginn að tala um málamiðlanir. Heldur að við eigum ekki að viðhafa fordóma í nafni trúarinnar. Það er rangt sama hvernig litið er á það.
Ef að maður þarf að fara eftir öllu sem stendur í bókinn til að kallast trúaður þá mætti segja að trúaður=fordómafullur.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:21
Ég verð oft svo forvitinn þegar fólk talar um að "þjóðin" eigi að snúa sér að Guði, tileinka sér kristna siði o.s.frv. Hvað eruð þið að tala um? Banna samkynhneigð? Skikka öllum slíkum í afhommun? Skylda alla til að fara í kirkju? Banna önnur trúarbrögð og trúleysi?
Svarið nú. Hvað felst í því að "þjóðin snúi sér að algóðum Guði?"
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:27
Bjöggi minn, ég var að tala um málamiðlanir, annað hvort förum við eftir hinni helgu bók eða ekki.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:28
Kolbeinn minn, við bönnum fólki ekkert. Við höfum öll val en kirkjan okkar verður að fá að ráða sjálf hver kemur fram fyrir okkar hönd.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:29
Jóhanna mín, þú særðir mig. Við erum bloggvinkonur.
Jóhanna skrifar: "Hversu marga fleiri viljið þið með fordómum ykkar reka út í sjálfsvíg?" Ég hef engan rekið út í opin dauðann. Ég reyndi að senda þér skilaboð áðan en það gekk ekki?
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:34
Ég minntist nú ekki einu sinni á þetta Fíladelfíukórsmál. Ég var að tala um ummæli á borð við
"Okkar Guðvana þjóð á aðeins einn möguleika og það er að snúa sér að algóðum Guði."
Ég er sem sagt að spyrja hvað felst í því að "þjóðin" snúi sér að einhverjum guði. Ekki kirkjan heldur þjóðin.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:36
Rósa, biblían er full af fordómum og ef maður ætlar að fara eftir henni í einu og öllu þá þýðir það að maður þarf að vera fordómafullur.
Þetta kallast að fela fordóma sína bak við trúna. Trúin blindar ykkur og þið þekkið ekki lengur muninn á hvað er rétt og hvað er rangt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:36
Rósa það þýðir heldur ekkert að gráta krókódílatárum, fordómar eins og þið sem viðljið kalla ykkur trúið viðhafið hafa rekið marga út í það að taka eigið líf.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:38
Rósa, Það er því miður ekki rétt hjá þér að þú hafir ekki rekið einhvern með fordómum í sjálfsmorð. Þú ert meira að segja að gera það núna með skrifum þínum. Þú ert hreint og beint að segja að þú munir alltaf fara eftir hinni helgu bók og útskúfa hinum, sem ykkur eru ekki þóknanlegir. Þið eru þarna að vísa viðkomandi á dyr og segist ætla gera það áfram. Þetta snýst ekkert um málamiðlanir. Þetta snýst um að virða annað fólk.
Annars skil ég ekkert hvað fólk er að leita til ykkar þegar þið fordæmið það og smánið með því að útskúfa því frá ykkar félagsskap.
Odie, 27.11.2009 kl. 14:44
Svo er það einmitt ömurlegt að lesa fullyrðingu um að einhver hafi látist "beint vegna samkynhneigðar sinnar." Þetta er þvílík óvirðing við manninn og annað fólk í hans stöðu að það hálfa væri nóg. Hann tók eigið líf vegna þess að það var búið að fylla höfuðið á honum af ævafornum bábiljum um að það væri eitthvað að fólki eins og honum; að hann sé ekki þóknanlegur einhverrjum ímynduðum himnapabba.... EKKI(!!!!!!) út af samkynhneigð hans. Án þessara fáránlegu hugmynda hefði hann getað lifað jafnánægjulegu lífi og hver annar.
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:45
Sælir strákar mínir.
Krókódílakarlinn átti ekki að hafa þá merkingu að ég væri að gráta krókudílatárum heldur sæði hún Jóhanna vinkona mín mig og ég hefði alveg getað grátið yfir þessari fullyrðingu hennar en ég ætla ekki að gera henni það til hæfis.
Kolbeinn minn, ég veit en ég setti það fyrir aftan eftir að ég talaði um að við hefðum öll val og samkynhneigðir eiga einnig val en þeir verða að sætta sig við eftir hverju við förum í kirkjunni. Við getum ekki verið jójó fyrir þá. Það kalla ég málamiðlanir.
Bjöggi minn, það er þín skoðun að Biblían sé fordómafull. Annað hvort tökum við upp krossinn og fylgjum Jesú og tileinkum okkur leiðsögubókina eða ekki. OKKAR ER VALIÐ.
En nú ætla ég að huga að öðrum verkefnum.
Guð veri með ykkur
FRIÐARKVEÐJUR/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:49
Odie hinn nafnlausi
Ég er ekki sammála en þú mátt halda þinni skoðun og blása um hana eins og þú vilt.
Guð blessi þig og varðveiti.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 14:51
Þig langar sem sagt ekki til að svara spurningunni, Rósa. Allt í lagi. Einhver annar?
"... og samkynhneigðir eiga einnig val..."
Kjaftæði. Samkynhneigðir ERU samkynhneigðir en velja það ekki. Tókst þú einhverja "ákvörðun" um að vera gagnkynhneigð?
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:54
Rósa varðandi orð Þorsteins: "Kristinn maður verður að trúa á allan kristin dóm" etc. þá nær það nú bara eins langt og það nær, því stóra spurninin á bak við ofannefnda fullyrðingu verður alltaf: Hvað er Kristinn dómur ? Hvað er sanneikur ? o.s.frv.
Staðreyndin er nú sú að fólk sem aðhyllst hefur kristni hefur alveg frá fyrstu stundu alls ekki verið sammála um það ! Endalaus klofningur stór og smár með tilheyrandi átökum og mismunandi alvarlegum afleiðingum og allstaðar hefur kristni þróast og breyst með tímanum í hvaða formi svo sem hún er. Því tímarnir breytast - og mennirnir með ! Það á líka við um kristna menn !
Afhverju er það ? Jú, einfaldlega vegna þess að það að vera kristinn - það er bara túlkunaratriði ! Allavega upp að einhverju marki. Eða eins og skáldið sagði: Eftir alt þá er þetta aðeins smekksatriði !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 14:58
Rósa, Ég er aðeins nafnlaus vegna fordóma kirkjunnar manna. Ég er nafnlaus til þess að móðir mín fái að vera í friði með trúfólki sínu í stað þess að þurfa vera útskýra afstöðu sonar síns. Þannig að ég geri þetta af tillitsemi við hana.
Mig grunaði að þú værir ekki sammála, en biblían segir svo margt sem þú hunsar hvort sem er.
Odie, 27.11.2009 kl. 15:07
Ps. ef það á að taka bókstaflega núna aldagömul viðhorf sem tv má túlka sem fordóma gegn samkynhneygðum - hva eigum við þá ekki bara að drepa börn sem formæla föður og móður eins og fyrir skipað er af Guði sjálfum í GT og Jesú meir að segja staðfestir sjálfur !. Með eigin orðum sbr. Matt 15.3:
"Hann (Jesú) svaraði þeim: "Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar?
Guð hefur sagt: ,Heiðra föður þinn og móður,' og: ,Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.
En þér segið: Hver sem segir við föður sinn eða móður: ,Það sem þér hefði getað orðið til styrktar frá mér, er musterisfé, hann á ekki að heiðra föður sinn [eða móður].
Þér ógildið orð Guðs með erfikenning yðar. Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður"
Fer ekkert á milli mála að Jesú segir að orð Guðs skuli standa ! Deyða börn sem eigi heiðra föður og móður !
Og þetta er bara sýnishorn. Hægt að halda svona áfram útí hið óendanlega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 15:31
Ég veit ekki hvor hópurinn er hatrammari þeir sem eru á móti Biblíunni og segja hana fulla af fordómum eða þeir sem fullyrða að samkynhneigð sé eingöngu meðfædd. Rannsóknir hafa sýnt að svo margt annað getur orsakað að eistaklingur verður samkynhneigður. Það nýjasta er að jafnvel notkunn vissra efna í plasti orsaki truflanir í hormónabúskap. Mjög athyglisvert. Viðurkenndir geðlæknar hafa sett fram rök um uppeldisleg áhrif og reynslur barns í frumbernsku. Það er svo margt sem kemur til greina. Það af hafa girnd til sama kyns er aldrei norm því sama kyn getur aldrei með eðlilegum hætti getið af sér nýtt líf. Það hefur ekkert með fordóma að gera, er bara lífræðileg staðreynd en skýrir líka út um leið hversvegna slíkt var ekki litið mildum augum. Það er talað um fordóma og umburðarlyndi. Já það eru líka til þeir sem haf annarskonar girnd og vilja fá að hafa hana rétt eins og aðrir. Til eru hópar manna sem girnast börn og rotta sig saman á netinu. Eigum við ekki að hafa fordóma gagnvart þeim? Þeir fullyrða að þeir ráði ekki við þessar ástríður sínar. Hvar á að draga mörkin, hver á að setja reglurnar? Þeir sem fordæma Guðs orð og draga fram kafla sem vissulega hljóma harneskjulega, þeir hafa í raun fremur litla heildarþekkingu á ritningunni í heild og bera enn minni virðingu eða skilning fyrir henni. Ef þeir bara vissu um alla þá spádóma sem þessi bók hefur borið fram og mannkynssagan sannað. Ef þeir bara stöldruðu við andartak og hættu að öskra svona og hlustuðu á þann boðskap sem sýnir svart á hvítu að þessi heimur er í mikilli krýsu og að Jesú kemur bráðum aftur til að hitta þá sem vilja kannast við hann. Hann lofaði því og hann stendur við orð sín. Hann sagði líka við þá sem hann fyrirgaf og læknaði, "far þú og syndga ekki framar", en í dag má helst ekki nefna orðið synd, það er ekki í týsku og alls ekki vinsælt. Ég segi eins og Rósa, friður megi vera með ykkur.
Þórdís Ragnheiður Malmquist, 27.11.2009 kl. 15:31
Gat verið að einhver kæmi með "ykkur finnst samkynhneigð í lagi, finnst ykkur þá ekki barnahneigð í lagi?" rökin.
Hvar á að draga mörkin? Mér dettur strax í hug börn, dýr, dautt fólk og nauðganir. Það sem fullorðið fólk gerir af fúsum og frjálsum vilja kemur engum öðrum við.
Já, það er staðreynd að tveir karlar eða tvær konur geti ekki með "eðlilegum" hætti getið af sér nýtt líf. Og hvað með það?
Og alltaf þarf einhver að tala um "vanþekkingu" á ritningunni, einhverja "heildarþekkingu" og fleira þvaður. Hvaða "heildarþekking" er það sem réttlætir grýtingar á fólki sem sefur hjá utan hjónabands, eða dráp á börnum sem óhlýðnast foreldrum sínum? Hvaða "samhengi" er það sem gerir þetta allt í lagi?
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:42
Þórdís, Hvað skiptir það máli að hommar og lesbíur geti ekki eignast afkvæmi. Eru þau verri persónur fyrir vikið ?
Það er síðan fáanlegt að draga barnagirnd inn í þetta dæmi. Lögin í landinu eru skýr og það er ekkert sem bannar samlífi fólks af sama kyni. Það gildir ekki það sama um börnin.
Annars hefur Kaþólska kirkjan tekið þetta full alvarlega þegar Jesú sagði : Látið börnin koma til mín.
http://edition.cnn.com/2009/WORLD/europe/11/26/ireland.religion.abuse/index.html
Vert er að benda á að það þarf ekki neina rosa þekkingu á ritningunni til að sjá viðbjóðinn í henni og ekki gleyma að það er guðs orð sem á að standa í henni. En hér er hann t.d. sammála þrælahaldi.
Og Jesús fordæmdi ekki einu sinni þrælahald.
Odie, 27.11.2009 kl. 15:51
Rósa mín, ég veit að þú ert ekki vond kona, það er alveg öruggt. Þú hefur líka mikla þolinmæði og umburðalyndi í mörgum málum.
Þegar talað er um það í Biblíunni að sýna umburðalyndi, þá megum við ekki sýna umburðalyndi gagnvart ofbeldi í garð náunga okkar. Í mínum huga er það ofbeldi að segja þá sem eru samkynhneigðir og eiga í framhaldi af því í ástarsambandi við fólk sama kyns jafn seka eða synduga þeim sem eru þjófar eða þaðan af verra.
Ef það stæði í Biblíunni að ungabörn væru best geymd á skítugum og blautum dýnum, myndir þú þá fara eftir því? Í sálmi 137 stendur eitthvað í þá áttina að "heill sé þeim manni sem slær ungbörnum við stein" .. áttu þá að éta það ómelt?
Ég veit ég þarf ekkert að fara með tvöfalda kærleiksboðorðið hér fyrir þig eða gullnu regluna, en það fjallar allt um náungakærleika og elsku.
Afstaða eins og þú setur hér fram gagnvart samkynhneigðum veldur því að margir taka það nærri sér. Þú kvartar að ég hafi sært þig, en hvað heldur þú að þú særir marga samkynhneigða og aðstandendur þeirra með afstöðu þinni?
Það tekur enginn Jesú frá þér, trú er einlæg og á að koma frá hjartanu og þó að fólk geti ekki krossað við allt á einhverjum lista sem Þorsteinn Gylfason setur fram þá hættir Jesús ekki að standa með því.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 16:05
Ég vil í upphafi taka það fram, að ég hef ekki lesið alla umræðuna hér.
En ég er fyllilega sammála Þórdísi Ragnheiði í hennar innleggi kl. 15:31 og þakka henni viturleg orð og vel ígrunduð.
Þá er þess að geta, að Sigurður Þór Guðjónsson heldur því fram hér ofar, að Þórólfur "hvetj[i] til ofsókna gegn samkynheigðum" (og hlýtur að meina: í pistlinum efst á síðunni), en það er alls ekki rétt, hann gerir ekkert af því taginu, og í innleggi Þórólfs sjálfs í gærkvöldi kl. 23:48 kemur skýrt fram, að hann (eins og flestir aðrir kristnir menn, þ. á m. ég) telur bann Jesú við því að grýta hórseku konuna (Jóh. 8) gilda líka sem bann gegn því að grýta samkynhneigða og það fólk sama kyns, sem átt hefur mök saman.
Sigurður fer því með fleipur hér og ætti að biðja Þórólf afsökunar.
Ekki batnar það að líta á vefsíðu Sigurðar sjálfs (sem ég sá blasa við mér meðal fréttanna á Mbl.is), þar sem hann í 1. lagi segir öll versin í Róm. 1.29–32 eiga við um samkynhneigða, sem er firra og rangskilningur á samhengi þess texta – en þannig kemur þetta fyrir hjá Sigurði Þór:
"Viðkomandi bloggari [þ.e. Þórólfur] væri ekki að birta þessi orð nema hann telji að þau eigi við um samkynheigða. Þar segir meðal annars um þá, að þeir séu: ''fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, -32- þeir eru menn, sem þekkja réttdæmi Guðs og vita að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir.''
Þetta er rangt hjá Sigurði. Það eru orðin í Róm. 1.26–27 (sjá hér efst á síðunni) sem eiga við um SUMA samkynhneigða, ekki t.d. orðin í Róm. 1.29 eða 1.30. Þessir "þeir", sem þarna um ræðir, eru (sem samheiti) ekki = samkynhneigðir, heldur = guðlausir menn og illir "sem kefja sannleikann með ranglæti" (Róm.1.19, sem er í inngangi þessa þáttar kaflans) og menn sem gátu þekkt Guð, en hafa samt ekki viðurkennt hann né tignað, heldur fóru að dýrka hjáguði af ýmsu tagi (1.21–23), og síðan taka við afleiðingarnar: 1.24–31.
Sigurður þarf að læra betur á Ritninguna og samhengi texta, áður en hann fer að úttala sig svo hratt um þá (og skorar síðan á umsjónarmenn blog.is að haga sér í samræmi við hans reiðiviðbragð við hans eigin misskilningi!).
Í 2. lagi segir Sigurður um bloggfærslu Þórólfs: "Hún er ofsóknir gegn samkynheigðum þar sem jafnvel er ýjað að því að taka beri þá að (sic, meinar af) lífi. Guðsorð segi að þeir séu dauðasekir og það er vitnað til þessara orða með þeim skilningi að virða beri guðsorð og fara eftir þeim." – En hér er Sigurður enn að misskilja hlutina. Það er alls ekkert verið að ýja að því, að taka eigi samkynhneigða af lífi í þessum texta og heldur ekki þann minni hóp, sem eru samkynhneigðir sem fylgja eftir þeirri kynhneigð sinni í verki. Páll er að tala um margar syndir þarna, á háu stigi þeirra, þ.e.a.s. þær syndir, sem kallaðar hafa verið 'dauðasyndir', en þær heita það ekki vegna þess, að við þeim eigi að liggja dauðarefsing, heldur af því að þær deyða í sjálfu verki sínu líf náðarinnar í manninum og færa hann úr stöðu réttlætingar og réttlætis yfir í stöðu ranglætis og höfnunar Guðs eða óvináttu við Guð. Þótt þetta séu dauðasyndir, eru prestar um allan heim daglega að lýsa fyrirgefningu Guðs vegna slíkra synda, í skriftastólum og annars staðar, ef og þegar menn eru með iðrandi huga.
Hér var því Sigurður enn í vanþekkingu að tala um það, sem hann hefði betur kynnt sér í Biblíunni, í ritskýringarritum og góðum guðfræðiverkum.
Kær kveðja til þín, Þórólfur, sem annarra bloggvina minna hér.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 16:20
Jón Valur... næst þegar þú biður til Guðs, ertu þá til í að biðja hann um að skrifa aðeins auðskiljanlegri bók? Eitthvað sem þarf ekki haug af öðrum skýringarritum eða her "fræðinga" til að skilja?
Kolbeinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:25
Kolbeinn, það er vel unnt að skilja 1. kafla Rómverjabréfsins í öllu hans samhengi án þess að nota ritskýringarrit, menn þurfa bara að hafa þolinmæði til þess, en mér sýnist Sgurður og fleiri her ekki hafa haft þá þolinmæði við fljótheita-skoðun textans. Texta Biblíunnar ber að skoða í sínu samhengi.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 16:30
Rósa..... vertu ekki með þessa stæla... þetta er mitt rétta nafn!
Eldur Ísidór, 27.11.2009 kl. 16:31
Sæl öllsömul.
Ég ætlaði ekki að tjá mig frekar um þetta hér því það sem ég vil sagt hafa er þegar komið hér fram af minni hálfu og ég sé engan tilgang í því að eiga í frekara orðaskaki við flesta sem hafa sett innlegg hér að ofan.
Ástæða þess að ég set þessar línur hér er sú að ég vil þakka Rósu hennar innlegg og ekki síst gott og vitrænt innlegg Þórdísar Ragnheiðar.
Kveðja, Þórólfur
Þórólfur Ingvarsson, 27.11.2009 kl. 16:36
Þórólfur og hinir "trúuðu"....
Mikið er þessi umræða ykkur til minnkunnar....
Eldur Ísidór, 27.11.2009 kl. 16:39
Ég var rétt í þessu að reyna að leggja inn smá-aths. á vefslóð Sigurðar Þórs, en án árangurs, af þvi að hann hefur enn lokað á mig og það fyrir engar sakir, og höfum við þó verið ágætir málkunningjar í mörg ár. En athugasemdin (ásamt vefslóðarmerkingu) var þannig:
http://nimbus.blog.is/blog/nimbus/entry/985293/#comment-add
Jóhanna, það er klaufaleg yfirsjón af þinni hálfu að leiðrétta hér ekki hrapallegan misskilning Sigurðar Þórs á þeim Biblíutextum sem hér er um að ræða. Hjalti stendur sig betur í því, en gengur þó ekki nógu langt.
Ég nennti ekki að segja meira í bili hjá Sigurði, enda grunaði mig, að ég kæmi þessu ekki að!
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 16:52
Jóhanna.
Það segir í sálmi 137, versi 9. Heill þeim er þrífur ungbörn þín og slær þeim niður við stein. (Ekki í stein)
Með öðrum orðum, að leggja ungbörnin niður við steininn. Og ég vil meina að orðið þrífur, þar sé átt við að taka upp ungbörnin.
Kveðja Jónas
Jónas Jakobsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:53
Jafnvel vantrúarmaðurinn Hjalti Rúnar Ómarsson sér villurnar í framsetningu Sigurðar Þórs og reynir þar að leiðrétta hann ítrekað. Þórólfur getur alveg verið rólegur með þetta, hann hefur ekkert af sér gert.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 16:55
Sæll Jón Valur!
Ég vil þakka þér innilega fyrir allt frá þér hér að ofan, og ég er þakklátur fyrir að eiga þig að sem bloggvin.
Hafðu Guðs blessun fyrir þetta.
Kveðja, Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 27.11.2009 kl. 17:12
Þetta er Gamlatestamentisákvæði, gervidoktor, og í ósamræmi við boð Jesú í Nýja testamentinu.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 17:19
Jónas Jakobssen, takk fyrir leiðréttinguna, en túlkunin er ekki eins saklaus eins og þú heldur fram sjá hér úr grein Gunnlaugs A. Jónssonar Doktors í Gamlatestamentisfræðum:
"Gamla testamentinu hefur verið hrósað fyrir að lýsa lífinu eins og það er, án þess að draga nokkuð undan: „Þetta mikla ritsafn tekur hreinskilnislega undir þá lífsreynslu allra alda, að vegferð mannsins í heiminum er farin undir formerki blóðs og tára … Gamla testamentið viðurkennir, að heimurinn sé eins og hann er, en lætur ekki við sitja að lýsa honum, eins og hann kann að verða einn dag í framtíð.“[22]
"En óneitanlega hljómar þetta sem hámark grimmdarinnar að fagna yfir því að saklaus ungbörn séu slegin utan í stein bara af því að þau séu fædd af Babýlóníumönnum.
Ritskýrendur benda gjarnan á að hér sé á ferðinni svokallað lex talionis, lögmál endurgjaldsins: „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ (sbr. 2M 21:24). Anderson bendir á möguleikann á að ekki þurfi að taka versið alltof bókstaflega. Ísraelítar hafi vel þekkt fyrirbærið að slá börnum utan í stein; það var einfaldlega hlutskipti þeirra sem sigraðir voru í stríði (sbr. 2Kon 8:12; Jes 13:16; Hós 10:14; Nah 3:10)."
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 17:20
Innilega þakkir sjálfur, Þórólfur, gott er að eiga þig sem bloggvin, megi blessun Guðs fylgja þér og þínum.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 17:21
Sæl og blessuð
Eldur Isidor. Ekki datt mér í hug að þú myndir heita þessu nafni og biðst ég afsökunar á að hafa verið að stríða þér. Ég hef skrifað afsökunarbeiðni í gestabókina þína og einnig í gestabók Odie sem gaf skýringar á hvers vegna hann skrifar undir dulnefi en ég nafngreindi hann ekki en get vel friðmælst við hann eins og þig Eldur Isidor.
Kolbeinn minn, ég hélt að ég hefði svarað þér en ég get bætt við að ég vildi óska að íslensk þjóð myndi snúa sér til Guðs og lifa kristilegu lífi. Allir eiga val. Hver og einn verður að dæma fyrir sig hvað er rétt og hvað er rangt. Ég ætla ekki að segja þér hvað er rétt og rangt. Lestu boðorðin 10.
Jóhanna, Jónas Jakobsson er búinn að svara þér með Sálm. 37. Ég hef engan áhuga á að særa einn eða neinn en fullyrðing um að ég og aðrir séu að reka fólk út í sjálfsvíg ætla ég aldrei að sætta mig við Jóhanna. "Hversu marga fleiri viljið þið með fordómum ykkar reka út í sjálfsvíg?" Þetta er viðurstyggilegt.
Enn og aftur: Við Hvítasunnumenn verðum að fá að ráða sjálf hver kemur fram fyrir okkar hönd og hver ekki. Hugsið ykkur, tvisvar hef ég verið beðin um að lesa Passíusálma í Lúterskukirkjunni en aldrei verið beðin um eitt eða neitt í Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík Þannig að ég hef ekki farið þar í pontu, ekki einu sinni til að lesa Guðsorð en ég er ágætlega læs.
Þið megið senda mér spurningar ef þið viljið en ég ætla að láta þetta duga og sinna öðrum störfum. Ég vona að þið sýnið mér skilning og fyrirgefið mér það.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 17:31
Ég er ekkert að afsaka Biblíuna, og boðorðin tíu eru í fullu gildi, sem og siðalögmálið, en Guð vill ekki þessar refsingar, sættirðu þig ekki við það, gervidoktor?!
Helgisiðalögmál Gamla testamentisins er hins vegar úr gildi gengið, með ákvæðum sínum um dýrafórnir o.s.frv., af því að hin eina algilda fórn Jesú Krists kom í staðinn. Ennfremur leyfist kristnum mönnum sumt, sem Ísraels- og Júda-mönnum var bannað áður, sbr. breytt ákvæði um áður bannaðar fæðutegundir, bæði skv. því sem fram kemur í Postulasögunni og í berum orðum Jesú sjálfs.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 17:38
Það þarf ekki að afsaka Biblíuna, átti ég við; ég samþykki hana.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 17:41
Það er líka bannað að gagnrýna stjórnvöld sama hver þau eru. Þeim ber að hlýða skilyrðislaust ! Sbr. Róm. 13. Hafa það í huga líka. Mikilvægt. Stendur skírum stöfum:
"Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn.
Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru,
þau eru skipuð af Guði. Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu,
hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu
munu fá dóm sinn."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 18:25
biblian er sett saman af valdagráðugum mönnum til að hafa hemil á fólki árið 355
menn skulu ekki gleyma því , það voru mörg rit sem ekki komust í þessa góðu bók sem var góð á sínum tíma en hlutirnir breytast sem betur fer og þekkinginn verður meiri .
Biblian er ekki óskeikul og hún er ofbeldisfull,full af hatri til þess fólk sem það skildi ekki á þessum tíma sem hún var sett saman Það er ekki hægt að hrekja það að biblian var sett saman á árunum 341-355 og endanleg niðurstaða kom í Nicaea árið 355 . Biblian er eins og íslendingasögurnar margt og flest er ritað mörgum öldum eftir að hlutirnir gerðust og sumt er tekið að láni enþá lengra að og annað eftir sögum frá egiftalandi faróanna .'eg er alltaf jafn undrandi á að menn skulu vera að bera þessa bók fyrir sig þegar umræðan snýst um hvað er rétt og hvað er rangt það er árið 2009 nú í dag .
Ég annars lít á trú eins og stórt einbýlishús með mörgum misstórum herbergjum en engu þaki ,en fyrir mér býr guðdómurinn inn í okkur sjálfum sem leiðir til þess að við skulum byrja á því að líta fyrst inn í okkar eiginn hjarta áður enn við dæmum náungan.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.11.2009 kl. 18:27
Mæli með því að kórinn syngi þennan texta.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 18:46
Ég er eins og ég er
I Am What I Am Gloria Gaynor
Ég er eins og er,
hvernig á ég að vera eitthvað annað ?
Hvað verður um mig
ef það sem ég er bölvað og bannað ?
Er það líf mitt, að fela mig og vera feiminn,
mitt líf var það til þess sem ég kom í heiminn ?
Fúlt finnst mér það líf að fá ekki að segja:
Ég er eins og ég er !
Ég er eins og ég er,
ég vil ekkert hrós, ég vil enga vorkunn.
Mér líkar mitt lag,
jafnvel þótt öðrum þyki það storkun.
En þeir um það, þetta er lagið mitt á lífsins morgni,
hvernig væri að sjá það frá því sjónarhorni.
Fúlt er felumanns líf fyrr en hann hrópar:
Ég er eins og ég er !
Ég er eins og ég er,
og hvernig ég er alveg á hreinu.
Ég er eins og ég er
og biðst ekki afökunar á neinu.
Þetta er eitt líf, þettar er eina lífið sem við eigum
eitt líf og það verður ekkert lif í leynum.
Ljúft veður það líf að láta það flakka:
Ég er eins og ég er !
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 18:48
mikið ofboðslega er trúað kristið fólk leiðinlegt fólk...
Óskar Þorkelsson, 27.11.2009 kl. 19:13
Af gefnu tilefni þá læt ég það koma hér að ég áskil mér allan rétt til þess að fjarlæga allt það efni sem fer langt útfyrir umræðuna og lokað verður á alla sem leifa sér að setja Guðlast á þessa síðu.
Virðið þetta. Kv. Þórólfur
Þórólfur Ingvarsson, 27.11.2009 kl. 19:44
Hvort sem þér líkar betur eða verr . Þá er líklegt að í söfnuðinum sé samkynhneigt fólk nú þegar.
jonas (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:06
Vitaskuld eiga menn ólesnir í Ritningunni auðvelt með að fullyrða það í einangrun sinni, að þar sé það "bannað að gagnrýna stjórnvöld, sama hver þau eru". En Ómar Bjarki þyrfti ekki að lesa lengi í spámönnunum, Opinberunarbókinni eða guðspjöllunum til að sjá, að þetta er fjarri lagi, enda var það ekki Biblían, sem sagði þetta sem ég vitnaði í frá Ómari Bjarka, heldur hann sjálfur.
Guðmundur Eyjólfsson, þú ert alveg stórmerkilega illa uppfræddur. Lastu yfir þig af Dan Brown eða öðrum fantasíuhöfundum?
Guðspjöllin eru 1. aldar heimildir, skrifuð af samtíðarmönnum Jesú.
Óskar Þorkelsson, ertu í alvöru svona fordómafullur eða bara að gera að gamni þínu?
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 20:07
Jón Valur ég hef lesið söguna ég tek ekki mark á sögum sem byggðar eru á sögulegum staðreyndum og dreg mínar ályktannir út frá því og Jón kláraðu að lesa til enda , því ég er Jóelsson ekki Eyjólfsson.
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.11.2009 kl. 20:33
Sæl og blessuð
Vil benda á að Jóhanna bloggvinkona mín er búin að blogga um okkur Þórólf og Sigvarð. Persónulega finnst mér það lúalegt af henni. Verði henni samt að góðu og mér er slétt sama. Allir vinir hennar eru komnir á bloggið hjá henni og dásama hana. Dásamlegt.
Hún ásaka okkur um að við séum "að reka fólk út í sjálfsvíg." Það aftur á móti er viðurstyggilegt og ekki sæmandi "heilbrigðu fólki." Ekki yrði ég hissa ef einhver af vinum hennar myndi senda forseta Íslands bréf og kæmi með tillögu um að veita henni orðu fyrir skrif sín um okkur.
Jóhanna skrifar: "Hversu marga fleiri viljið þið með fordómum ykkar reka út í sjálfsvíg?"
Guð blessi ykkur öll og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2009 kl. 20:35
Fyrirgefðu nafnaruglið, Guðmundur Eyjólfur, en þú segist ekki taka mark á sögum sem byggðar eru á sögulegum staðreyndum, – segðu mér: af hverju ekki?
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 20:54
Rósa!
Hvernig væri nú að lesa textann hennar Jóhönnu Magnúsdóttur
sem og annarra og fara að eigin ráðum sem þú gefur á
bloggsíðu þinni:
„Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.“ Orðskviðir Salóms Davíðssonar Ísraels konungs 15:1.-2."
Guð blessi þig og varðveiti frá ljónum, úlfum og vörgum!
Húsari. (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:00
Það er nú flest mjúklega sagt hjá henni Rósu, það verður ekki frá henni tekið.
Harasta orðið þarna er "lúalegt", en ég sé enga bræði í því.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 21:05
Ef til vill stundarbráðræði, Jón Valur!
Þakka þér fyrir athugasemdina.
Húsari. (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:24
Jón Valur Jensson, ef boðorðin 10 eru ennþá í gildi afhverju ekki að það eigi að drepa konu sem var naugað í borg en öskraði ekki nógu hátt þannig einhver heyrði til?
Bæði eru í gamla testamentinu...
Stefán sv (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:54
–––> Jóhannesarguðspjall, 8.2–11.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 22:18
Jón Valur, þú ert að vísa í síðari tíma viðbót í Jóhannesarguðspjall, Mt 5.17-20 er hins vegar ekki viðbót.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 22:26
Sæll Þórólfur
Ég þakka þér þennan pistil og er þér sammála. Ég læt þig um þessi svör eða innlegg á síðunni. Þau eru væntanlega þér ætluð enda er þetta þín síða. En ég vil benda á hve mörg illyrt svör birtast. Það er eins og málefnið geti ekki orðið að umræðuefni heldur þarf að tengja öll þín orð við hatur og mannvonsku.
Ef þú værir nú að rita um ölvaða ökumenn og heimtaðir að taka þá úr umferð, svifta þá bílprófinu og þú fengir það í hausinn að það væri vegna haturs á bílstjórum. Auðvitað væri það ósvinna og bull. Þér er nefnilega ekki sama um orsök og afleiðingar.
Orsök þess að allir komast ekki á pallinn í kirkjunni er vegna þess að þeir eru ófærir að flytja Guðs Orð, annaðhvort kunna þeir ekki Guðs Orð (eins og glöggt má sjá hjá mörgum) eða þeir vilja ekki fara eftir því sjálfir.
Er eitthvað óeðlilegt við það að sá sem flytji Guðs Orð, í tali eða söng, fari eftir því sjálfur - og hvað segir Guðs Orðið um þau atriði sem erfa ekki Guðs ríkið?
Lesið 1.Kor.6: 9 - 12.
kær kveðja
Snorri í Betel
snorri í betel (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:27
Þessi viðbót, Hjalti, er nógu gömul til þess að geta verið Jesú eigin orð og frásögn sjónarvottar, trúfastlega varðveitt sem slík, enda er yfirbragð hennar með trúverðugum svip. Þar að auki er fyrir fram afar ólíklegt, að textinn (períkópan, þ.e. kaflahlutinn) hefði fengið inni í guðspjallinu nema einmitt vegna ósvikins upprunaleika þessa texta sjálfs.
Jón Valur Jensson, 27.11.2009 kl. 23:26
Ég myndi nú halda að orð sem eru klárlega upprunaleg í Mt "tropmi" einhverri síðari tímab viðbót sem enginn veit hvaðan eru.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2009 kl. 23:31
Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Fanney (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:34
jvj, að finnast einhver leiðinlegur hefur ekkert með fordóma að gera eins og þú ýjar að hér að ofan...
Óskar Þorkelsson, 27.11.2009 kl. 23:36
Hjalti, hórdómur er áfram dauðasynd, Jesús breytti því ekki í Jóh. 8 (skoðaðu vel 11. versið!), og þannig stendur lögmálið áfram þar um. En hann afnam jarðnesku dauðarefsinguna.
Óskar, mér sýnist það fordómafullt að alhæfa þannig um trúað kristið fólk, eins og mér virðist þú gera kl. 19:13.
Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 00:02
Jón Valur, hann getur varla afnumið "jarðneska dauðarefsingu" þar sem það fæli í sér að að minnsta kosti smástafur úr lögmálinu væri fallinn úr gildi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2009 kl. 00:10
Rosalega er þetta skrítin unræða. Það er til fullt af öfugum beljum, köttum, hundum og fleira. Mega þær baula, mjálma, gelta og fleira? Hver ræður því? Belju, katta, hunda og fleirivinafélagið? Guð er skaparinn. Menn eiga ekki að lemja fólk í hausinn með Biblíunni! Góð spurningin um þessa fégráðugu! Hún segir allt sem segja þarf.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:42
Guð hefur fullveldi í málinu, hann ræður sinni mildi í verki.
Hann getur hafa leyft Gyðingum eitt, en ætlað kristnum og öðrum annað.
Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 01:44
Jóhanna mín!
Afhverju segirðu alltaf mín og minn við alla? Ertu Guð? Eða þekkirðu alla? Eða heldurðu að þú sért svona kurteis? Ég prufaði þetta! Mér finnst þetta dónalegt. Og ég gerðist smá dóni núna. Sorry.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:00
Æ ég meinti Rósa. Sorry
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:01
Sjáið Love!
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:08
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:10
Þú endar á því að skrifa í einsatkvæðisorðum, nafni.
Eða gullinni þögn.
Hve margir ætli annars hafi samið þagnarblogg á blog.is?
Ertu kannski kvekari?
Þeir iðka þögla íhugun (þó ekki innhverfa indverska) og messa ekki.
Þetta getur annars verið tilvalið að tjá sig bara með þögninni.
Kannski ég reyni það í næsta innleggi.
Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 02:43
Reyndi að setja inn þetta fyndna og elskulega video en hér er linkurinn:
http://www.youtube.com/watch?v=CFmFm7N7M0o
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:55
Góður !!!
Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 03:07
Friðrik Ómar hefur aldrei sótt um að fá að syngja með þessum kór.Sumir gera allt til að koma sér áfram sér til frægðar sama hvað það kostar annað fólk, jafnvel æruna.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 08:26
Af hverju vill Friðrik eiginlega syngja með þessum kór? Er þetta ekki eins og ef svertingi væri að heimta að fá að syngja í einhverjum Ku Klux Klan kór. Sá kór gæti heitið KKKK. Spurning hvort KK fengi að syngja með?
Kommentarinn, 28.11.2009 kl. 12:32
Hvítasunnusöfnuðurinn hlýtur að ráða hverjir eru í þessum kór og þessir athyglissjúku einstaklingar sem nota "kynhneigð" sína tl að vera sífellt í kastljósinu eru bara að troða sér inná fólk sem vill þá ekki.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:10
Kommentarinn og Ragnar, ég myndi taka undir með ykkur ef að kuklux klan væri á styrk hjá ríkinu og við sjónvörpuðum beint í ríkissjónvarpinu frá tónleikum þeirra.
En þið hafi kannski eitthvað til ykkar máls að taka, það siðferði sem er predikað hjá kkk og fíladelfíu er mjög svipað.
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:41
Já Ragnar ég held að það sé rétt hjá þér að Hvítasunnusöfnuðurinn sé full fær að sjá um sinn söng sjálfur.Það er verra ef þessi athiglissjúki maður komi slæmu orðspori á samtökin sem hann er að beita fyrir sig til að koma sér í fjöðmilapressuna, því þau samtök hafa látið margt gott af sér leiða.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:41
Bjöggi, eina sem kkk er líkt er kkk.En haldir þú og hinir frjálslyndu apakettirnir sem nú vaðið uppi og kúgið meirihluta almennings með áróðri um að hvað sem er nógu ógeðfellt sé eðlilegt og allir sem aðhyllast ekki kenningar ykkar um "kynhneigð" séu eitthvað skrítnir fáið endalausan tíma til að kúga okkur þá er það mikill misskilningur því sagan segir okkur að svona tískubólur taka enda og ykkar ömurlegi áróður endar á öskuhaugunum.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:56
"Einn minn berasti vinur sem nú er látin, beint vegna samkynhneigðar sinnar, mun alltaf eiga stórt rúm í mínu hjarta og ávalt var það þegandi samkomulag að hans kynhneigð væri látin liggja á milli hluta, ég sætti mig ekki við hana en vildi eiga góðan vin áfram".
Þetta þykja mér merkilegustu orð þín Þórólfur, hvernig getur þú hundsað aðalorsök sjálfsvígs vinar þíns, sem þú segir að þér hafi þótt vænt um að eiga að vini? Fordómar og óbilgirni samfélagsins, og þá ekki síst óbilgirni þeirra trúuðu, er augljóslega orsökin, rétt eins og að það voru ekki ill öfl eða samstarf við djöfulinn sem komu fólki á galdrabálin og pyntingabekki rannsóknarréttarins. Það var óbilgirni, miskunnarleysi, samkenndarleysi og fordómar annara manna sem gerðu það...hin sönnu illu öfl.
Við erum öll þegnar samfélagsins, og sem slík samsek í dauða vinar þíns Þórólfur, og þú ættir kannski að hugleiða svolítið hvort innræti manna og óbilgirni hans í garð meðbræðra sinna, ætti ekki frekar að vera inntak pistilsins hjá þér.
„Hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra það gjörið þér mér“.
Ekki vera eins og presturinn og levítinn í sögunni um miskunnsama samverjann....það sæmir ekki siðuðum mönnum.
Haraldur Davíðsson, 28.11.2009 kl. 14:28
Samfélagið hefur ógeð á hommum sennilega vegna kúksins. Það er svo vond lykt af honum. Og svo fær homminn samógeð á sjálfum sér og kálar sér. Þetta er mikil flækja. Ekki heilsusamlegt að dýfa typpinu í kúk.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 15:02
Samfélagið hefur ógeð á fitubollum, sjálfsáliti, frekju, monti, eiginhagsmunapoti og fleiru... Svona lið er lagt í einelti af samfélaginu og sjálfum sér. Margir loka sig inni og eru bara á netinu einir rífandi kjaft. Er ég einn af þeim? Ég er svo bældur að ég kalla mig Jón bónda. Vil ekki sýna mitt rétta andlit. Það myndi kosta sjálfsmorð.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 15:23
Sæl og blessuð
Það voru mikil mistök hjá Þórólfi að minnast á vin sinn. Hann er ekki reyndur hér í bloggheimum en nú veit hann hvernig allt er teygt og togað og tekið úr samhengi.
Við þurfum að hafa hugfast þessi orð úr Biblíunni: " Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig." Matt. 7:6.
Jón bóndi, ég sá að þú varst eitthvað að skrifa til mín og einnig Húsari. Guð blessi ykkur og varðveiti.
Friðarkveðjur til allra/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2009 kl. 15:31
Fleiri búnir að blogga um sama efni
http://kiddikef.blog.is/blog/kiddikef/
http://vonin.blog.is/blog/vonin/
http://adalbjornleifsson.blog.is/blog/adalbjornleifsson/
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2009 kl. 15:39
Lengi hef ég velt fyrir mér persónunni Jesúsi Jósefssyni Maríusyni.
Ég er á því að hann hefði sagt eitthvað í þessa áttina:
En, svona án gríns. Hér er komin upp staða hjá Hvítasunnusöfnuðinum sem sýnir að þeir sem geti t.d. verið afkomendur meðlima safnaðarins og teknir í söfnuðinn á unglingsárum, en fæddir sem samkynhneigðir, komi síðan "út úr skápnum", njóti ekki sömu réttinda og aðrir í söfnuðinum.
Slíkt er augljóslega brot á mannréttindaákvæðum (jafnræðisreglu) stjórnarskrárinnar og annarra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að.
Sigurður Rósant, 28.11.2009 kl. 16:25
Ætti ég að hætta að benda fólki á, að samkynhneigð sé ekki þóknanleg Guði, vegna hættu á að samkynhneigður einstaklingur tæki líf sitt vegna þeirra óþægilegu ábendingar ?
Er ekki betra að halda áfram að benda samkynhneigða einstaklingum á alvöru málsins, svo að sál hans glatist ekki ? Jú, auðvitað .
enok (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:01
Svo verður fólk að átta sig á því, að samkynhneigðir erlendis beita oft svívirðulegum aðferðum í áróðursherferðum sínum ( sjá link ). En alltaf er látið sem hinn "öfgakristni" sé ógeðfelld óværa, sem bankar óspart í hausinn á öllum kynvillingum er verða á vegi hans . Já endilega skoðið hina hliðina á málinu .
http://www.americansfortruth.org/
enok (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:22
Jú enok, haltu endilega áfram að "benda" samkynhneigðum á að þeir séu ekki ÞÍNUM guði þóknanlegir, að þeir falli ekki að stöfum í samfélagi mannanna, að þeir séu útsendarar hins illa.....og þá væntanlega að þú getir læknað þá!?
Biblían þín er full af dæmum um að það er ekki þitt að dæma, og fyrst guðinn þinn kaus að leyfa samkynhneigðum að fæðast í þennan heim og lifa og dafna, hver ert þú þá að fordæma sköpunarverk hans?
Öfgakristnir í USA eru til í að myrða fólk og niðurlægja á hinn versta veg, til að undirstrika gæsku sína og umburðarlyndi.....ert þú til í það?
Sjálfum þykir mér ekki mikið til gay-pride-göngunnar koma, né fellur mér í geð að fólk skreyti sig með kynhneigð sinni, en verra þykir mér að sjá fólk kalla sig kristið og básúna þá skoðun sína á sjálfu sér, en vera ekkert annað en fordómafullt og óbilgjarnt í garð hinna "minni" bræðra krists.... að fordæma samkynhneigða fyrir kynhneigð sína þjónar álíka gáfulegum tilgangi að fordæma freknótta fyrir að vera freknóttir og skipa fólki svo að hætta að vera freknótt....ella hljóta útskúfun að launum...
Haraldur Davíðsson, 28.11.2009 kl. 18:41
Ég sé ekki mikinn mun á svona samtökum og KKK. Þetta er allt stórskrýtið lið. KKK eru kannski meira í að framkvæma gremju sýna á ofbeldisfullan hátt á meðan svona söfnuðir beita andlegu ofbeldi.
Kommentarinn, 28.11.2009 kl. 19:21
Óli Jón skrifar hér fyrir ofan:
Hér eru það orðin "nákvæmlega eins og hún er" sem eru augljóslega byggð á misskilningi. Það er af því að stundum er því haldið fram að kynhegðunarmynstur sé óbreytanlegt, nokkurs konar fasti eins og þyngdarhröðunin g. Nú er það vitað að sumir hommar og lesbíur segja skilið við sitt fyrra líf og makast við aðila af gagnstæðu kyni. Þetta fólk er að líkindum áfram samkynhneigt en hefur tekið aðra stefnu í lífinu. Hér má lesa sögur þessa fólks: http://www.exodusinternational.org/stories
Efasemdir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:28
Haraldur Davíðsson skrifar hér að ofan:
Fullyrðingar um að staðfesta trúaðs fólks við trú sína reki fólk út í sjálfsmorð eru úr lausu lofti gripnar. Það sem rekur fólk út í að grípa til örþrifaráða á borð við sjálfsvíg er fyrst og fremst andlegt skipbrot sem getur helgast af ýmsum ástæðum, til dæmis einelti og vel má vera að slíkt einelti sé til komið vegna kynhneigðar. Slíkt einelti á að sjálfsögðu að fordæmast. Það er reginvilla að rugla slíku saman við öndverðar skoðanir þjóðfélagshópa, skoðanir sem oftast eru passívar en koma ekki fram fyrr en þrýstingur kemur fram af því tagi sem kemur fram í máli Fíladelfíukórsins.
Efasemdir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:33
Hvað ætli það séu nú margir í kórnum sem hafa dyggt hór. Ætli það þurfi ekki að reka þau líka úr kórnum.
Odie, 28.11.2009 kl. 23:11
Ég vil meina að Vörður hafi ekki fengið alveg að klára mál sitt. Hann sagði berum orðum að þeir Friðrik Ómar og hann hafi ekki talað saman. Ég trúi því að Vörður mundi spyrja hann hvort hann líti á Orð Biblíunnar sem heilaga Ritningu og að "Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks." 2Ti 3:16-17 Og ef Friðriki Ómari taldi svo vera að þá væri málið dautt. Friðrik Ómar mundi þá ekki fara upp á pall til þess að skemmta sér og "play church" eða leika kirkju en heldur tæki þátt í eins og aðrir samkomumeðlimir að vinna að sáluhjálp sinni. Hann væri því velkomin upp á pall eins og aðrir þar. Ég tel að sá sem vill kannast við Ritninguna leitist eftir að fara eftir henni. Öllum skortir dýrð Guðs og flestir sem miðla kirkjustarfi svo sem tónlistarfólk og þeir sem miðla Orði Guðs vita af því að í þeim býr 13 fýsnir hjartans í Markúsi 7 kafla Ritningarinnar, hér er engum hlíft. Enginn helgast nema hann iðrist. Ekki er Biblían úrklippubók og því þarf að kannast við Rómverjabréfið 1. kafla eins og Þórólfur vitnar í. Viðurkenni Friðrik Ómar alla Ritninguna (í einlægni) að þá sér Guð um rest.
Hörður Finnbogason, 28.11.2009 kl. 23:20
Nei "efasemdir" það er ekki úr lausu lofti gripið að "staðfesta" trúaðra flokkist á stundum undir einelti, nægir þar að nefna kaþólsku kirkjuna, Gunnar í Krossinum og alla þá kristnu menn og konur sem í sífellu kyrja þann lítilmannlega sönglanda að samkynhneigðir séu veikir, illir og viðurstyggð. Það er ekki úr lausu lofti gripið að viðkvæmar sálir bera skaða af slíku einelti. Sumar þessara sálna eru barnssálir og saklausar, og hafa í engu unnið til fordæmingar eða bannfæringar hinna trúföstu....en hljóta engu að síður.
Nýverið afneitaði vatikanið því að prestar þeir sem níðast á ungum drengjum, séu pedófílar, heldur séu þeir hommar...þetta jafngildir því að segja að það sé þá aðeins kynið sem er vandamál þarna, ekki aldurinn...ég er sumsé bara í lagi ef ég, sem karlmaður, girnist ungar telpur?!?
Þarna er líka lagt að jöfnu, barnaníð og homosexualismi...þetta kalla ég hatursáróður og einelti.
Haraldur Davíðsson, 29.11.2009 kl. 00:11
Haraldur, þú fabúlerar. Með þeim hætti er hægt að gera sér allt auðveldara – þar til einhver kemur og leiðréttir hjá þér vitleysurnar.
Ólafur í Hvarfi, varstu búinn að fá þér í glas þegar þú skrifaðir þetta?
Sigurður Rósant, ætli Friðrik Ómar eigi réttarkröfu til að syngja fyrir frímúrara?
Bjöggi (28.11. kl. 13:41), ég bendi þér á, að Fíladelfía er ekki á styrk frá ríkinu.
Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 00:37
Í innleggi #109 er vísað á samtökin Exodus International, en það eru samtök öfgatrúaðra kristinna sem sjá svo miklum ofsjónum yfir samkynhneigð að þeir gera hvað þeir geta til að 'lækna' þá sem þeir telja 'hrjáða' af henni. Exodus spilar á eina sterkustu tilfinningu sem finna má í manninum, sektarkenndina, eins og títt er um trú. Það er þessi sektarkennd sem fær hina 'frelsuðu' til þess að blekkja sjálfa sig og aðra varðandi kynhneigð sína.
Á Wikipedia-síðunni um Exodus International kemur m.a. fram að tveir af stofnendum þessara andstyggilegu samtaka, Michael Bussee og Gary Cooper, sögðu skilið við þau árið 1979 til að geta verið saman og varði samband þeirra allt til dánardægurs Garys árið 1991. Ekki gátu samtökin 'afhommað' stofnendur sína og fjölmargar aðrar sögur sanna að árangur þeirra er í skötulíki.
Aðrir stofnendur og fyrrum forsvarsmenn Exodus hafa stigið fram í seinni tíð og varað við þeim. Jeremy Marks, fyrrum forseti samtakanna í Evrópu, og Darlene Bogle, liðsöflunarstjóri Exodus, sendu frá sér yfirlýsingu sem m.a. innihélt eftirfarandi setningu:
Er hægt að mæla með samtökum hvers stofnendur fordæma? Hvers konar fólk gerir slíkt?
John Paulk, stjórnarformaður Exodus, var rekinn úr samtökunum sökum þess að hann gat ekki hætt að dufla og daðra við aðra karla. Árangur samtakanna er slíkur að þeir sem fundu sig knúna til að stofna þau geta ekki einu sinni staðið undir þeim óraunhæfu væntingum sem þau gera til áhangenda sinna.
Það er því afar óábyrgt að blaðra um það að hommar og lesbíur hafi eitthvað val í þessum efnum. Eina valið sem þetta fólk hefur á endanum hvað varðar flest trúarbrögð er að afneita eigin eðli og lifa í óhamingju og sektarkennd í skugga og ofríki trúarinnar. Höfundar athugasemdar #109 segir, og telur þetta augsýnilega vera mikið dyggðarmerki:
Ef það er dyggðarmerki í augum trúaðra að afneita stórum hluta af því sem markar viðkomandi sem manneskju, þá er það sorglegt. Sá sem skrifar upp á svona lagað er sannarlega á villigötum. Við skulum athuga að það er ekki verið að biðja Valsara um að halda með Breiðabliki ... krafan sem þarna er sett fram er mun stærri en svo.
Vitnum ekki í annarleg samtök á borð við Exodus sem byggja starf sitt á kúgun og ofbeldi sem er vafið inn í silkiklæddan járnglófa trúarinnar. Það er móðgun við allt skynsamt fólk!
Óli Jón, 29.11.2009 kl. 01:57
er það nú víst JVJ, að ég þurfi leiðréttingar við? Fer ég með eihverjar fleipur sem ekki hugnast þér þá?
Það hryggir mig...
Haraldur Davíðsson, 29.11.2009 kl. 02:15
Mér er brigslað um mannvonsku, hatur, mannfyrirlytningu og fleira í sama dúr. En ég sé ekki betur, en stór hluti þeirra sem eiga ómálefnalegar athugasemdir hér að ofan og fara oft langt útfyrir efnið sem um er fjallað séu uppfullir af hinu sama, mannvonsku, hatri og mannfyrirlitningu. Margar athugasemdir hef ég fjarlægt vegna Guðlasts ljóts orðbragðs og fleiri ósóma og væri alveg ástæða til að fjærlægja fleira en þau ummæli sem en standa seigja meira um viðkomandi en mig.
Ykkur hinum vil ég senda bestu þakkir fyrir ykkar innlegg, Snorri í Betel, Jón Valur, Rósa Aðalsteins og Hörður Finnbogason, Guð veri með ykkur.
Einnig vil ég þakka Hjalta Rúnari fyrir hans framlag og þá sérstaklega það sem hann hefur lagt á sig í að reyna að leiðrétta Sigurð Þór Guðjónsson.
Með góðri kveðju,
Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 29.11.2009 kl. 07:38
Já, Hjalti Rúnar er virðingarverður fyrir sína viðleitni. En þakka þér fyrir þín blessunarorð, Þórólfur. Guð blessi þig á öllum vegum þínum.
Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 08:21
Í innleggi nr. 117 eru mótbárur gegn innleggi mínu nr. 109. og farið hörðum orðum um Exodus International, þau eru ásökuð um að vera samtök öfgatrúaðra og síðan stendur:
Hommar og lesbíur hafa flest valið, þ.e. ákvörðunin er að baki hjá þeim og þeir hafa mök við fólk af sama kyni, en samkynhneigðir, þ.e. þeir sem laðast að sama kyni en hafa ekki haft slík mök eru að öllum líkindum í þeirri aðstöðu að geta metið líf sitt sem heild og hversu sterk samkynhneigð þeirra er og tekið upplýsta ákvörðun út frá eigin forsendum. Allir ættu að hafa val til að taka ákvarðanir um líf sitt út frá sínum eigin forsendum og út frá sínum eigin vilja, væntingum og vonum eða trú í lífinu. Ef svo er ekki þá þarf að breyta samfélaginu svo það verði hægt.
Hingað til hefur samkynhneigðir þurft að gera sér að góðu að vera milli steins og sleggju. Þ.e. ákveðins málflutnings talsmanna homma og lesbía á borð við þann sem borinn er á borð í innleggi 117 og hins vegar svipaðan en andstæðan málflutning þeirra sem líta á samkynhneigð sem fyrirlitlega. Hvorugur kosturinn er góður, en því miður hafa sumir trúarsöfnuðir séð sóknarfæri á þessu sviði því engir aðrir virðast vera tilbúnir til að gera neitt. Ákafir talsmenn trúleysisviðhorfa hafa í framhaldinu séð sér pólitísk sóknarfæri til að skáka þessum trúfélögum.
Á þennan hátt hefur samkynhneigðir einstaklingar sem ætti að eiga þess kost að njóta óháðrar ráðgjafar um sín mál og næðis til að velta hlutunum vel fyrir sér þurft að hlusta á þessa pólitísku orrustu sem hefur geisað af miklum krafti hin síðari ár.
Það eru einnig til samtök trúlauss fólks sem hefur sagt skilið við samkynhneigð. Heimasíða þeirra er hér: http://peoplecanchange.com/
Efasemdir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 13:44
Já líkt Jóni Vali að blessa þá sem eru með fordóma gegn samkynhneigðum. Þið þarna öfgatrúuð eruð bara ömurlegar manneskjur með ljóta hugsun.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 01:42
Ég guðlasta hér með í botn og vona að samkynhneigðir fjölmenni í Fíladelfíu og fari í sleik eins og þeir hafa talað um. Hver veit nema að hálfur söfnuðurinn kæmi bara út úr skápnum í beinni útsendingu he he.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 01:48
Varðandi innlegg 121: Þarna kemur fram þessi gamla lumma að hommar og lesbíur 'velji' sér kynhneigð sína. Eftir því sem ég best veit velja hommar og lesbíur ekki neitt í þessum efnum, þetta fólk einfaldlega er það sem það er á sama hátt og við sem teljumst gagnkynhneigð völdum það aldrei sérstaklega. Ef innleggshöfundur getur rakið það hér í stuttu máli hvað gerðist þegar hann þurfti að velja kynhneigð sína, þá væri gott að fá þá sögu hér, svona til gamans og til upplýsingar. Ég get annars ekki ímyndað mér að nokkur maður eða kona velji sér það hlutskipti að vera nokkuð sem er svo umdeilt og þá einkum og sér vegna forneskjulegra viðhorfa í trú. Að velja sér það að vera litinn hornauga, forsmáður og fordæmdur af kreddufullu trúfólki er nokkuð sem ég á erfitt með að skilja og tel að sé almennt ekki málið.
Höfundur innleggsins klykkir út með því að benda á ólánsvefsetrið www.peoplecanchange.com og bendir hróðugur á að það sé rekið af trúlausu fólki. Honum hefði verið hollara að lesa sig aðeins til á þessum vef því ekki þarf að smella nema tvisvar sinnum frá forsíðu til að sjá eftirfarandi:
Þegar farið er inn á vef Regeneration Ministries er þetta það fyrsta sem maður rekur augun í:
Já, ekki aðeins eru þetta trúmenn, heldur eru þeir beintengdir við Exodus óþverrasamtökin :) þau hin sömu og ég skar niður við trog í innleggi hér framan í þessum þræði :) Þetta eru því kengbognir og sakbitnir trúmenn sem afneita eigin eðli sökum skelfilegrar hræðslu um að fá ekki vist í gagnkynhneigðu himnaríki. Þessir menn eru knúðir áfram af sektarkennd gagnvart Guði sínum og trúsystkinum (sem er auðvitað normið í trúarbrögðum) og það rekur þá til þess að bjóða fram afhommunarþjónustu þá sem innleggshöfundur telur svo tímanlega, tímabæra og vel við hæfi.
Ég vona að innleggshöfundur verði sér ekki til áframhaldandi minnkunar með því að bægslast um og benda á fleiri trúarleg samtök sem hafa það að markmiði að afhomma karlmenn. Dæmin sýna að þessi samtök eru öll byggð á trú því trúin er það eina sem rekur menn í afhommun. Venjulegt, sómakært fólk kærir sig ekki um að hafa slík áhrif á meðbræður sína. Það er nokkuð sem sumt sumt trúfólk á alveg fyrir sig. Þeir taka það til sín sem eiga :)
Óli Jón, 30.11.2009 kl. 02:09
Sæl Margrét en þú? Ert þú ekki með ljótar hugsanir? Ég hef kynnst því og ég veit að þú lætur svona vegna þess að nákominn ættingi er samkynhneigður. Vil ekki nefna hver það er. Jesús elskar hann alveg jafn mikið og aðra.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 03:01
Það er alls ekki rétt, sem þú segir hér, Óli Jón: "þessi samtök [sem hafa það að markmiði að afhomma karlmenn] eru öll byggð á trú, því trúin er það eina sem rekur menn í afhommun."
Ólíkt því, sem þú gefur í skyn, hefur fagfólk í ýmsum stéttum veitt samkynhneigðum hjálp af þessu tagi, með ýmsum aðferðum, m.a. sálgreiningarmeðferð, atferlismeðferð og Adlers-meðferð, sjá nánar hér: Verulegur árangur af meðferð samkynhneigðra. Á þeirri síðu er sagt frá meðferðarniðurstöðum samkvæmt rannsóknum sem voru unnar af fagfólki, sálfræðingum, geðlæknum, therapistum og öðrum meðferðaraðilum og birtar í fagtímaritum eins og Group Therapy; American Journal of Psychiatry; International Journal of Group Psychotherapy; Journal of the Iowa Medical Society; Diseases of the Nervous System; Journal of Sex and Marital Therapy; Archives of General Psychiatry; Journal of Consulting Psychology; Psychotherapy: Theory, Research and Practice; Topical Problems of Psychotherapy; Journal of the Society of Therapists og Psychotherapy and Psychosomatics. (Þetta var listi yfir öll þau fagtímarit, þar sem hópmeðferðirnar, sem getið er á nefndri síðu, voru birtar; til viðbótar eru svo einstaklingsrannsóknir sem þar er einnig yfirlit um.)
Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 03:33
Rósa, heldurðu að enginn nákominn þér sé gay? Þú býrð á Íslandi þar sem allir eru meira og minna skyldir...hvað ertu að gefa í skyn?
"jesús elskar hann jafnmikið oh hina...."...en þú Rósa, hvernig útskýrir þú "ást" þína á meðbræðrunum, ef þú þarft að velja á milli?
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 07:06
Imagine there's no heaven, it's easy if you try
No hell below us, above us only sky
Imagine all the people living for today ah
Imagine there's no countries, it isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people living life in peace
You may say I'm a dreamer, but I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no posession, I wonder if you can
No need for greed or hunger , a brotherhood of man
Imagine all the people sharing all the world
You may say I'm a dreamer, but I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one
....................If Only
CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 12:54
Sæll Haraldur
Innlegg bara til Haraldar!
Vona að enginn sjái þetta innlegg nema þú því þetta innlegg gæti verið teygt og togað eins og þegar Þórólfur skrifaði um vin sinn sem var samkynhneigður. Ég á marga vini sem eru samkynhneigðir og meira að segja innan veggja Hvítasunnukirkjunnar.
Við Margrét áttum í viðræðum á sínum tíma og var hún andstyggileg við mig þegar ég fór í "einlægni" að tala um samkynhneigða vini mína. Ég talaði sérstaklega um einn vin minn og ég fékk allskyns ásakanir og dóma. Þú sérð hvernig var ráðist á Þórólf vegna þess sem hann skrifaði um vin sinn sem er látinn. Ég lenti í því sama, lenti í klóm Margrétar. Hugsaðu þér þegar fólk hefur glímt við vinamissi að þá skuli samt vera ráðist á það með gífurlegu hatri eins og ég og Þórólfur höfum nú bæði lent í. Það má enginn vera einlægur hér á mbl.is blogginu og segja frá því að þau hafi misst vini. Ég hef aldrei kynnst svona hatri og viðbjóði eins og hér á mbl.is.
Ljái mér hver sem er að hafa hugsað um þetta vers í Biblíunni eftir að hafa lent í klóm Margrétar: "Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig." Matt. 7:6.
Margrét þarf ekkert að hatast svona út í einn eða neinn þó nákominn ættingi hennar sé samkynhneigður. Við höfum ekki ráðist á hana fyrir það. Ég gat tiltekið hver það var en ég er sem betur fer með meira í kollinum en það.
Leitt að þurfa að birta þetta innlegg hér. Hefði viljað senda þér það á annan hátt en ég á engan séns þar sem ég þekki þig ekki.
Kíktu á síðuna hennar og finndu þennan haturspistil hennar og umræður.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 14:11
Heiður áttu skilinn, Rósa, fyrir hugrekki þitt að ræða hér um þetta mál.
Það er ekki svo, að allir þeir, sem segjast taka kærleikann og umburðarlyndið fram yfir trúna, reynist sýna það í verki í orðum sínum og gjörðum. Hávaðaglamur um eigin hollustu við umburðarlyndi og kærleika kemur ekki í stað kærleiksríkrar framkomu.
Þeir, sem hafa sært hana Rósu, ættu að biðjast afsökunar.
Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 16:07
Jón Valur: Þú velur þér félaga við hæfi þegar þú vitnar til Adlers, enda eruð þið á sömu bylgjulengd þegar kemur að hommunum. Ég leyfi mér að vitna í Wikipedia-síðuna um Adler, en þar segir:
Já! Adler setur samkynhneigð í sama flokk og vændi og glæpahneigð og skilgreinir samkynhneigð beint sem "mistök lífsins". Hann skrifaði margar greinar um þetta 'mein' sem hann taldi svo vera og safnaðist fljótt upp í greinaflokki hans um samkynhneigð og þau mál. Adler á þó víst að hafa mildast eitthvað í afstöðu sinni með aldrinum þannig að það virðist vera von fyrir kreddufulla kalla eftir allt saman, sem er gott.
Aðra tvo félaga við hæfi velurðu þér í doktorunum Jones og Yarhouse og ferð mikinn um rannsóknir þeirra í grein þinni á kirkjunetinu sem þú vísar í hér að ofan. Báðir eru þessir menn heitkristnir og annar þeirra skríður m.a. beint undan pilsfaldi Pats Robertson, en sá maður er uppfullur af hatri og biturð. Jú, og svo sagði hann að Guð hefði sagt sér að það yrði heimsendir árið 1982 :) þannig að hann gengur örugglega alveg heill til skógar! Þannig virðast tveir þættir, annar tveggja eða báðir saman, almennt einkenna þá sem skrifa á móti og vinna gegn samkynhneigðum; fordómar og kreddur annars vegar og trú hins vegar.
Ég tel að þú og skoðanasystkin þín ættuð að sjá að ykkur og hætta að agnúast út í samkynhneigt fólk. Þessi árátta er stórfurðuleg og með eindæmum öfugsnúin. Það er eitthvað mjög bogið við að þurfa að hálf hatast út í ókunnugt fólk og það aðeins vegna kynhneigðar þess. Já, þetta finnst mér afar kynlegt.
Það er rétt að vitna til yfirlýsingar sem The American Psychological Association (APA), American Psychiatric Association and The National Association of Social Workers sendu sameiginlega til hæstaréttar Kaliforníuríkis:
APA segir ennfremur:
Þarna kemur fram að þessi virtu samtök geðlækna og fólks í félagsþjónustunni telja að kynhneigð sé almennt ekki hægt að breyta. Þau vara m.a.s. við því að reynt sé að afhomma fólk. Þau vara ennfremur við óþverrasamtökum á borð við Exodus og telja þau valda miklum skaða.
Ég hvet þig, Jón Valur, til að endurskoða kreddufulla afstöðu þína til samkynhneigðra og láta af þessum fordómum í þeirra garð. Þetta fólk á jafn mikinn rétt til að njóta lífsins og þú án þess að þurfa að gera á sér nokkrar breytingar til að þóknast þér eða fornlegum trúargildum. Ég veit að þér myndi líða mun betur ef þú myndir bara sætta þig við samkynhneigða eins og þeir eru. Svo myndirðu græða fullt af tíma sem nú fer í að skrifa heilu greinasöfnin gegn þessu fólki, tíma sem þú gætir t.d. nýtt til þess að berjast fyrir réttindum þessa fólks :)
Ef þú hins vegar kýst að láta ekki af þessu hátterni þínu, hættu þá altént að vitna í ónýt gögn vondu máli þínu til stuðnings. Það er þér til minnkunar og samkynhneigðum til mikils skaða!
Óli Jón, 30.11.2009 kl. 16:37
Ég vil taka það fram að ég tel ekki að samkynhneigð sé fordæmd af Guði eins og færsluhöfundur ályktar ranglega af bréfi Páls postula til Rómverja. Synd í kristnum skilningi felur í sér meðverknað viljans og þýðir oftast athafnir af einhverju tagi en getur líka þýtt meðvirkni hugans og viljandi þáttöku í hugsunum sem eru þá undanfari og forstig syndugra athafna. Samkynja mök hafa samt alltaf verið álitin synd í kristnum skilningi og þá alvarleg synd. Það eru líka fjölkvæni og hjúskaparbrot. Enginn er undanþeginn því að geta syndgað. Þetta fá allir meðlimir kristinna samfélaga að vita annað hvor í kvertímum eða fermingarfræðslu eða þegar þeir ganga í trúfélagið sem nýir meðlimir.
Það er ævalöng hefð fyrir því að kristin samfélög líði ekki það sem þau líta á sem syndugt líferni meðlima sinna. Fjölkvæni er t.d. ekki leyft, aðrir leyfa ekki endurgiftingar nema sýnt sé fram á að fyrra hjónaband sé ógilt. Þetta fyrirkomulag hefur virkað vel í gegnum aldirnar og segja má af nokkrum þunga að sú aðgerð að banna hjónaskilnaði og fjölkvæni hafi verið stærsta kven- og barnaverndaraðgerð sögunnar.
Þetta kann samt að koma fólki utan trúfélaga spánskt fyrir sjónir en svona er þetta. Enginn er þvingaður til að taka þátt í neinu trúfelagi og öllum er frjálst að ganga í eða úr trúfélögum.
Efasemdir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:57
Óli Jón, þú ferð eins og köttur í kringum heitan graut og minnist ekkert á það, að bæði HAFA fagmenn í geðlækningum, sálfræði og þerapíufræðum beitt þessum meðferðar-ráðum og rannsakað árangurinn af þeim, sjáanlegan árangur ekkert síður en t.d. af áfengismeðferð fólks hér heima og víðar.
Ef þú efast um rannsóknirnar og faglega vinnu þeirra, ættirðu að kanna málið í þeim fagtímaritum, sem ég benti á, að birt hefðu greinar um niðurstöðurnar og annað í því sambandi. Þér er velkomið að spyrja mig nánar út í tilteknar rannsóknir, sem er að finna í upptalningunni í Kirkjunetsgrein minni (sjá ofar), og þá get ég gefið þér upp nákvæman árgang eða bindi viðkomandi fræðirits og blaðsíðutal. Þar geturðu svo, í Þjóðarbókhlöðu eða með millisafnaláni, skoðað þau skrif betur – og hvort þú finnir þar einhverjar trúarkreddur!
Þú talar hér illa um ýmsa menn, t.d. Pat Robertson, sem þú segir "uppfullan af hatri og biturð", en þannig upplifa menn hann ekki, og þér er ekki treyst um skaphafnareinkunnir á fólki g sannar ekkert upp á þá sem honum tengjast með því að byrja á þvi að tala illa um hann. En þetta virðist þín valda leið, að beita baktali um menn til að reyna að gera þá ótrúverðuga.
Svo veiztu ennilega meira um samþykkt APA en svo, að þér sé ókunnugt um þrýstihópsaðferðina sem beitt var við að fá henni framgengt í krafti lítt marktækrar atkvæðagreiðslu, enda er vitað um önnur sjónarmið bandarískra sálfræðinga á þessum málum en þar koma fram, og er það raunar mjög merkilegt athugunarefni með óvæntum staðreyndum fyrir ýmsa illa upplýsta hér á landi! Jafnvel Kinsey-stofnunin, sem stofnuð var af hinum tvíkynhneigða Kinsey, miklum baráttumanni fyrir því að auka hlut samkynhneigðra, birti niðurstöður rannsókna sem sýndu, að þessi kynhneigð getur vel breytzt, hætt, komið aftur og farið aftur!
Láttu ekki félagspólitíska rétttrúnaðinn leiða þig afvega í skrifum þínum, Óli Jón, hann er ekki þess virði.
Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 17:10
Varðandi tilvísun mína á vefsetrið http://peoplecanchange.com/ sem ég taldi ranglega vera á veraldlegum forsendum þá er ágætt að fá leiðréttingu á því. En eru þá virkilega engir trúlausir sem vilja taka málstað hins stóra en þögla hóps samkynhneigðra sem kjósa hefðbundið fjölskyldumynstur?
Ég endurtek orð mín hér að ofan sem eru sniðgengin af andmælanda mínum:
Eindregnir talsmenn homma og lesbía ættu að hafa það í huga að eins og þeir fara fram á að sín viðhorf séu umborin og virt þá ættu þeir einnig að virða og umbera val og ákvarðanir hinna samkynhneigðu sem af einhverjum ástæðum eiga aldrei samkynja mök.
Það viðhorf að samkynhneigðir eigi að koma út úr skápnum og játa kynhneigð sína er fyrst og fremst pólitískt viðhorf en jaðrar reyndar samt við hið trúarlega. Ég hef efasemdir um að opinberar játningar séu lausn á hvorn veginn sem vera skal í öllum tilfellum. Reyndar sýnir það sig að þeir sem "koma út úr skápnum" virðast sumir hverjir vera viðkvæmir fyrir þeirri staðreynd að ekki allir skuli gera það. Það bendir til að sú frelsun sem játningin átti að hafa í för með sér hafi staðið að einhverju leyti á sér.
Burtséð frá þessu þá ættu allir og þá sér í lagi kristnir söfnuðir stöðugt að leggja áherslu á að fordæma einelti og neikvæða framkomu bæði gegn hommum og lesbíum sem og fráskildum og endurgiftum, þ.e. að elska syndarann. Sú vísa verður seint ofkveðin.
Hér eru svo að lokum ein slóð: http://narth.com/index.html
Efasemdir (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:18
Rósa, þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú dregur línur milli fólks útfrá skilningi ÞÍNUM á biblíunni, og ekki í fyrsta sinn sem þú hjúpar þig skikkju píslarvottarins.....en hræsni þeirra kristnu manna sem vilja meina að sumir séu "betri" en aðrir, sumir séu betur að kærleikanum og umburðarlyndi meðbræðra sinna komnir, er hreint út sagt viðurstyggileg. Samskipti þín og Margrétar koma þessu akkúrat ekkert við, og þráðinn sem þú vísar í var ég löngu búinn að lesa, og þar berð þú hvorki höfuð né herðar yfir hana hvað varðar siðprýði eða góða hegðun, en gefur þig þó út fyrir það.
Hvar sérð þú hér að "ráðist" hafi verið að Þórólfi fyrir að minnast á vin sinn? Hann ljáði sjálfur máls á honum hér á SPJALL-þræði....og heldur því ranglega fram að samkynhneigð hafi orðið honum að bana.
JVJ, skammastu þín fyrir að reyna að etja fólki saman, færðu eitthvað kikk útúr því að vera "puppet-master"...?? Og hver á að biðja Rósu afsökunar? Hver móðgaði Rósu? Það móðgaði enginn Rósu svo þú skalt barasta hætta að reyna að ala á óvild...hvað segir bókin þín heilaga um slíka hegðun?
Hvaða veröld er það eiginlega sem höfuð þitt hýsir?
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 17:57
Dr. John Money, leading sex researcher at Johns Hopkins University, reported:
No chromosomal differences have been found between homosexual subjects and
heterosexual controls. [and later] On the basis of present knowledge, there is no basis on
which to justify an hypothesis that homosexuals or bisexuals of any degree or type are
chromosomally discrepant [different] from heterosexuals.5
He also stated: “The child’s psychosexual identity is not written, unlearned, in the genetic
code, the hormonal system or the nervous system at birth.”6
Even John DeCecco, the editor of the Journal of Homosexuality, said: “The idea that
people are born into one type of sexual behavior is foolish
enok (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:39
Einmitt enok, samkynhneigðir eru ekkert öðruvísi en þú...hvað varðar kenningu DeGecco, þá þekki ég persónulega nokkur dæmi þess að samkynhneigð sýnir sig hjá börnum löngu áður en hugtökin eru á þeirra vitorði, löngu fyrir kynþroskann, löngu áður en þau sjálf gera sér yfirhöfuð grein fyrir því að um tvö kyn sé að ræða...
...en að útiloka fólk frá einhverju vegna kynhneigðar er jafn viðurstyggilegt og að gera það vegna kynþáttar....og ólöglegt þar að auki.
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 19:02
Þó að samkynhneigðir komi sér að lokum í allar kristnar kirkjur, án mótþróa, er enn upp á borðinu sú spurning : Komast þeir inn um gullna hliðið ?
enok (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:58
Það er altént ekki þitt að ákveða það enok, og best væri ef allir gætu verið sáttir við, þó ekki væri nema það, að það kemur víst allt í ljós með það...að ákveða að helvítisvistin byrji hérna megin grafar fyrir suma, er ógeðfellt og engum manni ætlað.
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 20:02
Ef ég væri samkynhneigður í dag, væri ég mjög líklega að íhuga þessa spurningu, og gera viðeigandi ráðstafanir . Það er of lítið í Biblíunni sem gefur til kynna að samkynhneigðir öðlist eilíft líf . Því miður ( fyrir þá )
enok (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:08
það bera bara ekki allir sömu klæði á hugmyndir sínar um almætti(ð), og himnaríki og helvíti. Að segjast vera búinn að höndla og sannreyna "hinn eina sanna sannleika", er að ganga svolítið langt, sama hve margir taka undir. Meirhlutinn hefur aldeilis áður haft stórkostlega rangt fyrir sér ekki satt? Má þar nefna, svona fyrir þig enok, valið á Barrabas...
...eitt sinn vissu allir að jörðin er flöt, og menn voru drepnir fyrir villutrú fyrir að halda öðru fram.
..leyfum Lykla-Pétri að vinna sína vinnu í friði og verum ekkert að taka fram fyrir hendurnar á honum eða reyna að hafa áhrif á valið...það væri hrokafullt...
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 20:20
Ef þú værir samkynhneigður í dag?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2009 kl. 20:24
Ef þróunarkenningin er rétt má spyrja sig að því, hvort það sé ekki stór partur af þróuninni að fjölga sér ? Hvernig komið þið samkynhneigð inní hugmyndafræði þróunar ? Held varla að það sé hægt . Nú er samkynhneigð fyrirbæri er til hefur verið um þúsundir ára, og hvers vegna hefur þá þessi svokallaða náttúra, ekki þróað líkamseiginleika fyrir samkynhneigða til að fæða afkvæmi ?
Haraldur : Lykla Pétur ræður engu um hverjir komast inn í himnaríkið . Ef við ætlum að kenna fólki það, er eins gott að samkynhneigðir byrji bænirnar á : Pétur vor ...
enok (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:47
Haraldur, ég var líka ekkert hrifin núna að skrifa þetta innlegg hér fyrir ofan því ég vil helst ekki segja frá persónulegum málum eins og að ég eigi samkynhneigða vini sem ég hef deilt bæði gleði og sorg með. Það er mitt prívat. Ég var ekki hrifin því þegar ég gerði það á síðu Margrétar þá réðist hún á mig eins og vargdýr. Þess vegna sagði ég ekkert í sambandi við vin okkar Þórólfs en þetta var nefnilega líka vinur minn og ég vitnaði í hann á síðu Margrétar. Að hugsa sér að það skuli vera ráðist á mann með hatri þegar ég eða Þórólfur höfum þurft að sjá á eftir vini sem við áttum til fjölda ára. Stundum held ég að fólk sé ekki mennskt hér en ég ákvað að reyna að koma fram í einlægni við þig en ég sé að þar "veðjaði ég á vitlausan hest."
Víst réðist Jóhanna Magnúsdóttir á Þórólf vegna vinamissis hans. Leitt að þú hefur þetta álit á mér en ég er ekkert að segja að ég sé til fyrirmyndar en við erum fullorðið fólk og við ásökum ekki hvort annað um að hafa rekið vini okkar út í sjálfsvíg eins og Jóhanna gerði. Þetta minnir mig á þegar ég var barn. Þá átti ég oft sök ef við börnin vorum ósammála og oft enduðu leikirnir á þann veg að börnin sögðu við mig: "Mikið er gott að mamma þín er dauð." Þetta voru börn og ég er löngu búin að fyrirgefa þeim þessi orð en þegar fullorðið fólk notar hatröm orð eins og Jóhanna Magnúsdóttir gerði þá blöskrar mér. Viltu benda mér á þar sem ég nota svona ljót orð eða álíka og ásakanir því ef mér hefur orðið á þá þarf ég að biðjast afsökunar. Ég er nefnilega líka mannleg. Netfangið mitt er : riorosin@simnet.is
Ég hef reynt að temja mér að nota ekki ljót orð en ég má svara eins og aðrir og mér getur orðið á eins og öðrum.
Hef engan áhuga að vera "Píslavottur" hvorki hér á meðal ykkar eða annarsstaðar. Ég á ekki von á því að þú trúir mér frekar en venjulega og snúir út úr þessu öllu og teygir og togar. Njóttu þess og ábyggilega hafa einhverjir samúð með þér og þú aflar þér örugglega vináttu með að reyna að skjóta mig niður hér á blogginu.
Guð veri með þér Haraldur Davíðsson
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 21:04
„Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.“ Orðskviðir Salóms Davíðssonar Ísraels konungs 10:12.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 21:05
Þetta eru orð að sönnu, kæra Rósa.
Menn fara hér út í aðra sálma – Haraldur: "...eitt sinn vissu allir að jörðin er flöt, og menn voru drepnir fyrir villutrú fyrir að halda öðru fram." – Geturðu nefnt EITT dæmi um mann sem hafi verið drepinn fyrir þá meintu "villutrú" að halda öðru fram en þessari flatjarðar-skoðun?
Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 22:22
Ég ætlaði nú ekki að tjá mig um þessi mál, en þar sem menn greinilega þekkja ekki hugtakið málefnalegar umræður, þá verð ég að grípa inní.
Ég vil aðeins benda fólki á að einelti virkar á báða vegu. Einnig vil ég benda á að Hvítasunnasöfnuðurinn telst einnig til minnihlutahóps, og eru ekki réttindi minnihlutahópa það sem þið viljið verja af þessari líka ástríðu, er það ekki Margrét St. og Haraldur? Það liggur við að ég kalla ykkur hræsnara af verstu gerð, sem þið sýnið með oflátum ykkar og látið reiði ykkar óspart bitna á öðrum minnihlutahóp ... það er nú meiri elskan sem þið berið til mál - og skoðanafrelsis, þegar þær skoðanir eru ykkur ekki að skapi. Úfff ... mér aðeins illa við þegar er bókstaflega valtað yfir fólk án þess að ræða málin efnislega, slíkt heitir ad hominem og er slík umræða til háborinnar skammar.
Venjið ykkur af svona rugli og reynið að tala saman eins og fullorðið fólk um málefnin, og hættið að ráðast á persónur eins Margrét gerir. Þið getið að minnsta kosti reyna komast að sameiginlegri niðurstöðu þótt kannski ósammála séu, það hlýtur að vera hægt hjá vel gefnu fólki.
... eða hvað? Hafi ég rangt fyrir mér þá ber ég ykkur báðum vel að lifa!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.11.2009 kl. 22:51
Ég kom hingað enn til að melta og meta þetta fallega svar hennar Rósu til Haraldar kl. 21:04. Vel gert, Rósa, og í réttum anda.
Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 23:03
Ég tek heilshugar undir það Jón Valur minn, það sem ég skil ekki er þessi undarlega heift og af hverju er ekki hægt að ræða málin án þess að vera með eintóm leiðindi alltaf hreint. En kannski það er bara ég ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.11.2009 kl. 23:06
Rósa, Jóhanna notar engin "hatrömm" orð, og meining mín er ekki að móðga þig, ekki frekar en ég haldi að þú særir samkynhneigða viljandi...en það er sárt fyrir fólk að vera sett til hliðar í samfélagi manna, það hlýtur þú að skilja.
JVJ, ef þú kannast ekki við ofsóknir kirkju þinnar á hendur vísinda og fræðimönnum fortíðarinnar...ja þá...hversu marga aflífaði kirkjan þín fyrir villutrú? Pyntaði, aflimaði, örkumlaði?
Guðsteinn, ég sit ekki hjá þegar veist er að vinum mínum af heilu söfnuðunum, heilu hópunum af fólki sem leynt og ljóst grefur undan tilveru þeirra. Sumt af þessu fólki leggur sig í líma, t.d hér á þessum þræði, við að útskúfa fólki fyrir kynhneigð sína.
Persónulega hef ég ekki nefnt hvítasunnusöfnuðinn einu orði, enda hef ég ekki verið að tala við þann söfnuð, heldur einstaklinga innan hans. Hvað varðar að ég gefi mig að fólki hér persónulega (Þórólf, JVJ og Rósu), þá vil ég benda á að Þórólfi svaraði ég málefnalega, á grundvelli humanisma. JVJ uppsker eins og venjulega eins og hann sáir, ekki bara hér heldur yfirleitt, ofstækisfullur, óbilgjarn og hræsnari af verstu sort. Rósa er nú ekki að kljást við mig í fyrsta sinn, og hefur í einn gang í það minnsta óskað mér vist í helvíti, svo ég tel nú að ég hafi nú bara verið stilltur við hana.
En mig kallarðu hræsnara, ég hef aldrei haldið því fram að mig skipti máli hvað fer fram innan dyra hjá hvítasunnusöfnuðinum, en opinberar yfirlýsingar þess efnis að sumt fólk sé síðra en annað vegna kynhneigðar sinnar eru ógeðfelldar og býsna fjarri því sem kallast siðgæði.
Enok, mér er alveg sama um hártoganir þínar og jónvalska útúrsnúninga, megininntakið hjá mér var að þetta kemur allt í ljós, og þangað til skaltu ekki leika guð og ákveða hverjir eru verðugir og hverjir ekki....skilurðu?
En hér sannast hið fornkveðna...steinrunnin tröll öðlast aldrei lífið aftur.
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 23:11
Halli - ég kallaði þig aldrei hræsnara, ég sagði að svo lægi við að ég kallaði ykkur slíkt, þar er stór munur á.
Eina sem ég fer fram á eru málefnalegar umræður svo sé hægt að skilja bæði sjónarmið, er það til of mikils mælst?
Þú kallar þig kristinn mann Halli, þá vil ég minna þig dálítið sem heitir fyrirgefning. Þótt þú þolir illa Jón Val eða Rósu, þá er vel hægt að komast að niðurstöðu án skítkasts og leiðinda, þú skilur vonandi hvað ég er að fara og tek ég fram að ég er ekki að ásaka þig um neitt, ég nota þetta orðalag aðeins sem dæmi. Í hnotskurn heitir það gagnkvæm virðing, þótt ósammála sé, það er það sem gerir góðar umræður.
P.s. ég er ekki Hvítasunnumaður og er ekki að verja orð sumra þeirra, en mér leiðist þegar er bókstaflega er valtað yfir aðra, sama hver þau eru og hvað þau heita! Og hananú!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.11.2009 kl. 23:33
Sæll Haraldur, að mínu áliti gerir Jóhanna það. Dæmi hver fyrir sig en við ætlum ekki að jagast um það fullorðið fólk. Þessi kona er mjög mikið menntuð, ég held að hún sé starfandi skólastjóri eða kennari og hún er guðfræðimenntuð. Menntað fólk kemur ekki með svona ásakanir að fólk sé að reka samkynhneigt fólk út í sjálfsvíg.
Ef þú bara vissir hvað ég á góða vini sem eru samkynhneigðir og ég elska þessa stráka eins og þeir væru synir mínir. Ég stend með þeim í blíðu og stríðu. Trúðu mér. Þeir auðvita vita hvað Biblían segir um þeirra gjörðir. Þeir vita líka um boðorðin tíu og að það er til svo margt sem við mannannabörn erum að gera rangt. T.d. að bera ljúgvitni gegn náunga sínum er synd. Sumir myndu segja, hvað það getur nú ekki talist synd þó maður færir eitthvað í stílinn. En synd er synd alveg sama hvað hún heitir og hef ég reynt að útskýra það aftur og aftur og það í fyllstu einlægni en ég er búin að læra harða lexíu á þessu hatrama bloggi að það borgar sig ekki að vera einlægur því þá er ég að kasta perlum fyrir svín.
Veistu að ég þekki það nú svo vel að vera sett til hliðar í samfélagi manna af því að ég er í Hvítasunnukirkjunni. Hef meira að segja þurft að þola barsmíðar út af því á Alþýðuskólanum á Eiðum þegar ég var nemandi þar en ég verð bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti því ég valdi að taka upp kross Jesú Krists og ég verð að þola árásir. Og nú er ég ekki að leika píslavott. Bara að segja þér sannleikann.
Ég man aldrei eftir að hafa átt við þig orð fyrr. Kannski var önnur mynd af þér og þess vegna rifjast ekki upp fyrir mér að við höfum haft orðastað? En ef ég hef skrifað eins og þú segir þá er það "viðurstyggilegt" af minni hálfu og bið ég þig innilega að fyrirgefa mér. Engin á að óska neinum að fara í þá vist.
Nú fyrst finnst mér við ég og þú geta talað saman málefnalega. Og það get ég sagt þér að ég hef aldrei litið á mig sem æðri veru en ef einhverjum hefur fundist það þá þykir mér það leitt.
Guð veri með þér
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 23:41
ég hef ekki kallað mig kristinn Guðsteinn,JVJ gerði það...og reyndar kallaði hann mig trúarhatara líka..hehehe..
..og mér er ekkert illa við Rósu, en mér líkar ekki málflutningur hennar, en meðal annara orða þá efast hún nú um að ég sé mennskur hér fyrr...en gott og vel.
Það hvarflar ekki að mér að kalla mig kristinn Guðsteinn, enda veistu vel að gagnrýni mín snýr að trúarbrögðunum, ekki trúnni. Þarna er himinn og haf á milli...eða ætti ég kannski að segja himinn og helvíti á milli. Rósa lætur sem ég hafi ráðist á hana, lætur sem Jóhanna hafi ráðist á Þórólf,og það með dyggum stuðningi JVJ, sem reynir hvað hann getur að sundra í nafni sameiningarinnar...svei honum.
Ég bakka ekki með minn málflutning hér um svomikið sem hálfa spönn, hvort sem það er hvítasunnusöfnuður eða hver annar félagsskapur manna, þá eru allar tilfæringar í þá átt að mismuna fólki á forsendum kynhneigðar, útlits, eða TRÚAR, illar og ólöglegar. Þegar forstöðumenn safnaða og aðrir sjálfsskipaðir mannkynslausnarar, básúna á opinberum vettvangi að sumir séu síðri manneskjur en aðrir...þá fyllist ég viðbjóði...þegar það er gert í nafni kærleika og umburðarlyndis...þá á íslenskan ekkert orð yfir hvað mér finnst um það.
Ég held mig við humanisku hliðina, því hana eigum við öll að eiga sameiginlega, en það sorglega er að þegar kemur að því þá virðist sumsstaðar skorta allhressilega á hjá þeim sem þó masa hvað mest um kærleikann og náungann.
Ég minni enn eina ferðina á söguna um miskunnsama samverjann og orð trésmiðsins frá Galileu.."hvað sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra....
En kjósi andans fólk að skipa meðbræðrum sínum niður í einhverskonar forgangsröð, og kaupa miða til helvítis í forsölu fyrir annað fólk, myndi ég telja að þau hittist aftur einmitt þar.
En þar fyrir utan þá langar mig í sambandi við gagnkvæmu virðinguna að benda þér á orð þeirra JVJ og Rósu, og biðja þig að sýna mér virðinguna sem falin er í orðum þeirra...og þá er ég ekki að meina halelújaorðskrúðið.
Ég hef aldrei gert lítið úr trú fólks, þótt mér hugnist ekki trúarbrögðin...en ég viðurkenni Guðsteinn, að ég sýni hræsni JVJ, og óbilgirni Rósu enga þolinmæði, og ætla mér ekki að gera það. Hvorugt þeirra hefur unnið til þess, virðing er áunnin.
Haraldur Davíðsson, 30.11.2009 kl. 23:58
Fyrirgefningarbeiðnina sá ég ekki áður en ég póstaði Rósa og veiti hana fúslega. Ég hef ekkert út á þig að setja, þótt ég sé ekki sammála þér...en óbilgirni og kristni fara ekki saman.
Haraldur Davíðsson, 1.12.2009 kl. 00:06
Ætlaði ekki að tjá mig meira á þessum þræði, en sé mig til neydda vegna ummæla Rósu.
Í fyrsta lagi, þá veit ég að það fara margir góðir hlutir fram í Hvítasunnusöfnuðum sem öðrum söfnuðum. Hefði talið að þar ríkti góður andi og veit það gerir.
Það eina sem snertir mig mjög illa og hreinlega særir mig er þessi afstaða gagnvart ástarlífi samkynhneigðra, sem okkur hinum kemur í raun nákvæmlega ekkert við. Ég þekki bæði homma og lesbíur, og síðast í gær var ég einmitt að ræða við vinkonu mína hvað hommar væru oft elskulegir og þægilegir menn, kannski finnst mér það vegna hins feminíska í þeim - veit ekki hvað það er. En hommar og lesbíur eru STAÐREYND og það er ekki í boði (eins og sagt er í leikskólanum) að draga þau í sér bása syndar, eða brennimerkja. Ekki frekar en það er ekki í boði að gera það við freknótta, örvhenta eða fólk með útstæð eyru.
Ég vitnaði í orð Rósu vegna þess að hún líkir samkynhneigð við þjófnað þar sem hún segir:
"Heldur þú Sigvarður minn ef ég væri í innstu víglínu og ég væri uppvís af þjófnaði að ég myndi ekki vera beðin um að víkja úr þjónustunni."
Hverju hafa samkynhneygðir stolið? Á hverjum hafa þeir brotið með því að fæðast samkynhneigðir og elskast á þann hátt sem þeim er eðlislægt?
Það eru svona dómar sem stinga mig í hjartastað og því miður ekki bara mig, þeir stinga unga fólkið í hjartastað. Þá sem eru að uppgötva kynhneigð sína og finna að þeir eru ekki samþykktir eins og þeir eru.
Rósa þú segir að þú sért einlæg. ÉG er líka einlæg, ég notaði sterk orð - vegna þess að því miður eru þau svo allt of sönn. Það eru viðhorf eins og þitt með því að bera þjófnað saman við samkynhneigð sem viðkvæmt fólk þolir illa.
Mitt hlutverk og mitt starf er að hrekja á brott slík viðhorf því það er mitt starf að byggja upp unga fólkið . Það geri ég á hverjum degi - dag eftir dag.
Rósa - við eigum að koma fram við náungann af elsku. Hvar er elskan til náungans að líkja honum við þjóf?
Jesús sagði að það sem við gerðum okkar minnsta bróður það gerðum við honum. Heldur þú að Jesús hafi viljað að við líktum okkar minnsta bróður við þjóf þó að hann fæddist með aðra kynhneigð en við sjálf? Það er ekki bara þú Rósa.
Rósa, þú ert allt of góð manneskja til að vilja taka þátt í því að fólki líði illa og ég veit að þú gerir það ekki viljandi eða áttar þig ekki á því hvað þú gerir með viðhorfi þínu. Þú ert flott kona og átt alveg að vera beðin um að lesa texta og koma fram fyrir hönd þíns safnaðar. Hlustaðu á hjarta þitt og leyfðu kærleikanum að vera sterkari en allt annað og vittu hvernig dæmið lítur út. Farðu eftir ÞÍNU brjósti, ekki Jóns Vals eða annarra og alls ekki mínu. Jesús sagði þér að elska Guð og elska náungann eins og sjálfa þig.
Það þýðir að þú átt að elska náungann eins og sjálfa þig, ekki minna og ekki meira. Þú þarft ekkert að vega og meta kynlíf náungans til að elska hann eða álíta hann sæmandi fyrir trúnaðarstöður í söfnuði. Kynlífið hans fer ekkert fram innan veggja Hvítasunnusafnaðarins - og kemur því starfinu nákvæmlega ekkert við.
Tekið af síðu Samtakanna 78
"Þjóðkirkjan hefur farið í fyrirgefningargöngur þar sem hún biðst fyrirgefningar á hörmulegum verkum unnum á tímum hræðilegs tíðaranda sem hún telur sig bera beina eða óbeina ábyrgð á. Hommar og lesbíur hafa mátt þola útskúfun, illmergjað tal, hæðni og hrottaskap um allar aldir, ekki síst fyrir atbeina texta í Biblíunni og óbilgjarnra túlkenda þeirra.
Óteljandi líf hafa brotnað, óteljandi fjölskyldur splundrast, einsemd og angist, kvíði og skömm sest um líf unglinga sem hafa uppgötvað með sjálfum sér samkynhneigð. Því hafa fylgt aðrar hörmungar, jafnvel sjálfsvíg, e.t.v. eftir höfnun föður eða móður eða vina. Jafnvel þeir sem eru ungir að árum nú fengu þau skilaboð að þetta væri ógeðslegt. Kirkjan ber þarna mikla ábyrgð. Sem vörður og forgöngustofnun réttlætis og mannelsku í samfélaginu ber hún höfuðábyrgð. Mér finnst að við ættum að splæsa í svona eina iðrunargöngu fyrir þá sem eru á lífi og munu lifa. Fyrir aðra er það eðli máls samkvæmt orðið of seint."
Ef þið áttið ykkur ekki eftir þetta innlegg, sem ég er að skrifa dauðþreytt - knúin af réttlætiskennd vegna upprennandi æsku þessa lands, æskunni sem ég er að reyna að verja, verja gegn höfnun, höfnun foreldra, höfnun vina, höfnun trúfélaga. Höfnun manna. Ég veit að ég þarf ekki að verja fyrir höfnun Guðs því að Guð er Kærleikur og hafnar ekki.
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:07
Halli - takk fyrir svarið, og er afstaða okkar beggja skýr hér eftir. En þú kallaðir þig kristinn á mínu bloggi fyrir löngu síðan Halli minn, ég vissi ekki af þessum sinnaskiptum hjá þér, en er það leiðrétt hér með fyrst svo er.
Þú mátt alls ekki skilja mig sem svo að ég sé að segja nokkrum manni að þegja, því eins og ég benti á hér ofar þá búum við í lýðræðisríki, og er sá grundvöllur sem við eigum að halda okkur við. En það má aldrei gleyma: "aðgát skal gætt í nærveru sálar", og er það sem ég meina með þessu nöldri mínu.
Ég læt þetta nægja að sinni, og þakka umræðurnar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.12.2009 kl. 00:10
Sæll elsku karlinn minn - Haraldur
Rósa skrifaði: "Stundum held ég að fólk sé ekki mennskt hér en ég ákvað að reyna að koma fram í einlægni við þig en ég sé að þar "veðjaði ég á vitlausan hest."
Hér var ég að tala um fólk almennt í fyrrihluta setningar. Teygt og togað.
Haraldur skrifar: "Rósa lætur sem ég hafi ráðist á hana." Nei minn kæri, mér finnst það ekki og ég skrifaði áðan: "Nú fyrst finnst mér við, ég og þú geta talað saman málefnalega."
Óbilgirni Rósu Mikið fór ég illa með tímann minn, ég ætlaði að læra undir próf í kvöld en reyndi að skrifa og skrifa Haraldi í einlægni án árangurs og fæ í staðinn að ég sé óbilgjörn.
Ætla í skóla í fyrramáli og mál til komið að leita af svefnherberginu.
Guð gefi ykkur öllum góða nótt
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:14
Rósa mín, mér finnst leiðinlegt að hafa sært þig, markmiðið var fjarri því - markmiðið var að vara við því að bera samkynhneigða saman við þjófa og þaðan af verra. Tók þitt innlegg sem dæmi. Við verðum öll að horfa í eigin barm, skoða og endurskoða orð okkar. Ég viðurkenni að orð mín voru særandi í þinn garð og ég vona að þú getir séð hvernig þín orð geta virkað særandi í garð samkynhneigðra.
Gangi þér vel í prófinu á morgun.
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:23
Ég sagði eitthvað á þá leið að ég ætti mína trú Guðsteinn, ef ég man rétt. Ég held ég hafi nú örugglega ekki kallað mig kristinn.
Haraldur Davíðsson, 1.12.2009 kl. 00:34
Sæl Jóhanna.
Ég var á leiðinni í háttinn. Ég tók þetta dæmi við Sigvarð en það er ekki þar með sagt að ég hafi verið að bera saman samkynhneigð og þjófnað. Tókstu eftir þessu sem ég skrifaði hér fyrir ofan: "T.d. að bera ljúgvitni gegn náunga sínum er synd. Sumir myndu segja, hvað það getur nú ekki talist synd þó maður færir eitthvað í stílinn. En synd er synd alveg sama hvað hún heitir og hef ég reynt að útskýra það aftur og aftur."En ég sá í innlegginu þínu sem svo endaði á bloggsíðunni þinni að þú túlkar það þannig að ég sé að bera þetta saman. Ég var ekki að því en þú mátt rangtúlka þetta ef þér er þægð í því og fá jákórinn þinn inná síðuna hjá þér á minn kostnað. Leitt fyrir mig en ég verð bara að þola það. Ég sem hélt að við værum bloggvinkonur og meira en það. Ég hafði miklar áhyggjur af veikindum þínum, you remember og tók þátt í því með því að toga í bænastrenginn.
Jóhanna skrifar: "Rósa þú segir að þú sért einlæg. ÉG er líka einlæg, ég notaði sterk orð" Fyrr má nú rota en dauðrota.
Ég var bara að taka sem dæmi að ég hafi aldrei verið beðin um t.d að lesa í Fíladelfíu í Reykjavík, ég er meðlimur í Hvítasunnukirkjunni en ekki Friðrik Ómar. Þetta átti bara að undirstrika að við sem erum í kirkjunni erum ekki öll beðin um að stíga uppá pall og taka þannig þátt í samkomunni. Hvað þá að leita út fyrir söfnuðinn. Við höfum nóg af fagfólki, hljóðfæraleikurum og söngvörum. Þetta var bara sett svona fram og mér er slétt sama þó ég hafi ekki lesið í Fíladelfíu í Reykjavík. Bara samanburður. Ég tek þátt í samkomum hér á Vopnafirði og það dugar mér alveg. Please understand.
Ég er líka dauðþreytt og sumt vil ég meina sem þú skrifar um, er komið fram hér fyrir ofan.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:42
Sæl Jóhanna
Var að skrifa athugasemd á meðan þín birtist. Það var leitt að þú skildir halda að ég væri að bera saman þjófa og samkynhneigð. Kíktu á síðu Snorra. Þar er ég með innlegg en margir túlkuðu að hann hafi borið saman samkynhneigð og barnaníðinga. Það var hann ekki að gera, hann var að vitna í orð Eiríks sem sér um útgáfu Séð og Heyrt. Hann útskýrir það rétt fyrir neðan innleggið frá mér.
Já Jóhanna ég vil svo sannarlega friðmælast við þig. Ég fyrirgef þér og ég vona að þú fyrirgefir mér. Og við flottar konur setjum punkt hér og nú.
Prófið verðu á miðvikudaginn. Ætla í síðasta tímann í fyrramáli. Gangi mér vel að vakna.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:51
Vöggukvæði:
Sofðu nú anginn litli,
sofðu vært og rótt,
hver veit nema draumadísir
þig heimsæki í nótt.
Ef til vill dreymir þig eitthvað
sem enginn í vöku sér,
megi það verða englar
og fríður álfaher.
Í faðminn hún mamma þig tekur,
huggar og þerrar þín tár.
Hún myrkrið burtu hrekur,
þig geymir um ókomin ár.
Í fanginu hans pabba þú hvílir,
kúrir í frosti og byl.
Í kuldanum hann þér yljar,
og leggur að hjarta síns yl.
1986 -
Guð gefi ykkur öllum góða nótt.
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:53
Haraldur, þú sem sagðir hér miklu ofar: "...eitt sinn vissu allir að jörðin er flöt, og menn voru drepnir fyrir villutrú fyrir að halda öðru fram," þú átt enn eftir að svara þessari spurningu minni: – Geturðu nefnt EITT dæmi um mann sem hafi verið drepinn fyrir þá meintu "villutrú" að halda öðru fram en þessari flatjarðar-skoðun? – Eins og þú telur þig öruggan á þessu svelli, þá hlýturðu að geta nefnt þó a.m.k. einn, eða geturðu bara nefnt hundrað eða þúsund?! Og haltu þér nú við spurninguna!
Annars ættirðu að prófa að gúgla orðið 'flatjarðarkenningarsmiður', þú getur haft ýmsan fróðleik upp úr því.
Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 00:54
Æ hver nennir þessum hártoganaleik annar en þú JVJ....þú veist nákvæmlega hvað ég á við.
Og sneið frá þér er mér ómögulegt að taka við.
Haraldur Davíðsson, 1.12.2009 kl. 01:28
Það segir í biblíunni að grýta skuli börn séu þau óþekk.
Þið verðið að fyrirgefa að ég get engan veginn farið eftir þessum tilmælum. Vonandi ekki þið heldur, þið sem eruð svona sannfærð um að ykkar trú sé eina rétta túlkun Biblíunnar sem til er.
Ég lít á Biblíuna sem fróðlega sögu um uppeldisaðferðir. Guð er foreldið sem skapaði okkur, og NB hann skapaði okkur í sinni mynd. Það hlýtur að þýða að allur sá breyskleiki sem finna má meðal manna hlýtur að finnast hjá guði. Það þýðir ekki að andmæla þessari staðhæfingu með því að okkur hafi verið gefinn frjáls vilji til þess að velja, vegna þess einfaldlega að ég er nokkuð handviss um að guð búi yfir miklum frjálsum vilja og því hefur hann einmitt staðið við það sem hann gerði - skapað okkur í sinni mynd.
Aftur að uppeldisritinu Biblíunni: Guð bjó okkur til og hefur svo verið að ala okkur upp allar götur síðan, við erum börn hans. Í byrjun reyndi hann að beita okkur hörku og ofuraga og þaðan eru þessi klikkuðu tilmæli komin sem enginn nennir að hlýða í Biblíunni. Guð hefur áttað sig á því að hann, eins og allir aðrir foreldrar, lærir af reynslunni og áttar sig á því að til þess að ala upp almennilega einstaklinga er ekki rétta nálgunin að beita ofbeldi og hótunum. Þessvegna hefur guð mildast í afstöðu sinni. Þessvegna er sá mildi guð og Jésú sem við þekkjum í dag alls ekki sambærilegur þeim sem boðaður var með oddi og egg í kringum 1000 og aldirnar á undan.
Guð er almáttugur og þessvegna er honum mögulegt að breytast. Það sem hann skapaði okkur í sinni mynd vitum við að hann er bæði breyskur og ófullkominn vegna þess að við erum það. Þetta sjá allir og því hefur fólk lært að fagna því sem guð stendur fyrir og einbeita sér að honum en ekki einbeita sér að misgáfulegum orðum skrifuðum af misupplögðum lærisveinum guðs á öldum áður. Því við megum ekki heldur gleyma því að Biblían er bara frásögn manna af því hvernig þeir halda að guð sé.
Guð gaf okkur líka hæfnina til þess að greina á milli góðs og ills. Mér finnst fólk sem talar af jafnmiklum trúarhita og ofstæki og hér viðgengst einfaldlega af hinu illa. Það segir einhversstaðar að djöfullinnn sé slægur og feli sig jafnan meðal andstæðingsins. Þið sem misbjóðið og rangtúlkið guðs orð jafn heiftarlega og af jafn mikilli mannfyrirlitningu og hér kemur fram eruð í mínum huga útsendarar djöfulsins. Þið hafið í mínum huga engan rétt til þess að túlka guðs orð ef það kemur þannig út að mannfyrirlitning og dómharka yfir manneskjum verður réttlætanleg.
Skammist ykkar og skríðið aftur ofan í holuna ykkar, þaðan sem þið komuð frá.
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 02:11
Jón Valur: Varðandi greinina á kirkjuvefnum þínum, þá er hægt að afgreiða hana út af borðinu með afar einföldum hætti.
Í byrjun ágúst á þessu ári birti American Psychological Association (APA) álit þar sem varað var beint við því að reynt væri að breyta kynhneigð fólks. Auðvitað brugðust kristnir hómófóbar við þessu af offorsi, enda er þessu ekki aðeins beint gegn trú þeirra heldur er þarna vegið að umsvifamiklum og ábatasömum iðnaði sem fer fram undir merkjum trúarinnar. Þú talar um virta vísindamenn sem hafa rannsakað virkni kynhneigðarbreytingar og þar fara trúbræður þínir Jones og Yarhouse fremstir í flokki. Það er búið að rífa niður þessa rannsókn þeirra af m.a. APA, enda beittu þeir óvísindalegum aðferðum til þess að meta niðurstöður úr rannsóknum sem stóðust ekki kröfur um fjölda þátttakenda og fleiri atriði. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem segja annað, birtu þá endilega vefslóð hér sem allir geta farið inn á og kannað. Láttu þó trúarlega bjagaða vefi eiga sig, það er ekkert að marka þá hvort eð er. En af framangreindu má sjá að hryggjarstykkið í kirkjunetsgrein þinni er handónýt rannsókn tveggja ákafra trúmanna sem þrá það eitt að losa heiminn undan oki samkynhneigðarinnar, líklega til að líta betur út í augum guðs síns. Þessi rannsókn er því úr leik í grein þinni.
Þú talar um að APA hafi birt þetta álit til að láta undan annarlegum þrýstingi. Þú verður að eiga það við sjálfan þig að trúa slíkum samsæriskenningum, hvað þá að halda þeim fram.
Í kirkjunetsgreininni þinni vísar þú til Adler, skoðanabróður þíns, sem setti samkynhneigð í sama flokk og vændi og glæpahneigð. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um gæði slíks manns, sem glímdi bersýnilega við marga djöfla í sínu lífi. Hann er því úr leik í þessari grein þinni.
Þú kemur auðvitað til varnar Pat Robertson, vini þínum og trúbróður. Það er ekki við því að búast að þú sjáir það að Pat Robertson þrífst á því að ala á sundurþykkju og hræðslu. Hann birtir reglulega heimsenda- og hamfaraspár, hann hefur tengsl við óþokka og glæpamenn, hann ræðst gegn réttindum kvenna og segist geta sveigt fellibyli af leið með bæninni einni saman :) Þetta er kjörgripur sem þú dáir svo mikið, Jón Valur. Sannarlega mikill kjarnakall. Jú, og svo fordæmir hann auðvitað homma og lesbíur, gleymum því ekki. Já, og svo spáði hann heimsendi árið 1982 :)
Ég gat í fljótu bragði ekki fundið neinar tilvísanir í þessa Kinsey-skýrslu sem þú minnist á. Ef hún er til á annað borð, þá myndu skoðanabræður þínir, andstæðingar samkynhneigðra, flagga henni það mikið að hún myndi finnast glatt. Settu endilega inn tilvísun í þessa skýrslu ef þú átt hana hjá þér.
Jón Valur, láttu ekki þrá þína eftir að Biblían hafi á réttu að standa varðandi samkynhneigð leiða þig afvega í skrifum þínum, það er ekki þess virði!
Óli Jón, 1.12.2009 kl. 03:20
Haraldur í uppgjöf sinni: "Æ hver nennir þessum hártoganaleik annar en þú JVJ....þú veist nákvæmlega hvað ég á við." !!! – En málið er, að það hefur ENGINN verið fordæmdur, hvað þá "drepinn fyrir villutrú" í kristnum sið fyrir að halda því fram, að jörðin sé ekki flöt. Flatjarðarkenningin er EKKI og var var aldrei kenning kirkjunnar. Það er því Haraldur sjálfur, sem valdi það að fara í "hártoganaleik " í stað þess að svara mér sannleikanum samkvæmt. En þetta var nú útúrdúr, og við getum snúið okkur að öðru; þó var þetta ekki þýðingarlaust að því leyti, að þetta var eitt af fleiri dæmum um fordóma Haraldar út í kristindóm og kirkju – og að hann hefur ekki grundað mál sín af þekkingu.
Það er ekki nema von að hannhafi gefizt upp. En það stoppar víst ekki stærilætis-bægslaganginn í honum fyrir því, og hann heldur áfram, ef við þekkjum hann rétt, að senda út í loftið mannorðsníð gegn mér sem öðrum, t.d. eins og þetta kl. 23:11 í gærkvöldi, þega hann heldur því fram, að Rósa hafi "í einn gang í það minnsta óskað mér [Haraldi] vist[ar] í helvíti," en það er nokkuð sem hún veit sig saklausa af.
Það er alltaf leitt, þegar verið er að rökræða mál, að stórorðustu menn og jafnframt illa upplýstir ryðjast inn á vettvanginn og draga umræðuna niður á lægra plan og trufla þar eðlilegan gang hennar. Það hefur Haraldur gert, en hins vegar hefur Óla Jóni farið mikið fram í umræðuhæfni á netinu og miklu vænlegra að eiga við hann rökræður. En nú á ég eftir að lesa þetta nýjasta frá honum.
Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 10:42
Hvorki Jones né Yarhouse né Pat Robertson eru trúbræður mínir, Óli Jón, í þeirri merkingu, að þeir séu kaþólskir, því að það eru þeir ekki. Þar að auki hef ég hvergi sagt, að Jones og Yarhouse séu "virtir vísindamenn sem hafa rannsakað virkni kynhneigðarbreytingar," heldur eru þeir einfaldlega vel menntaðir höfundar og kennarar sem hafa tekið saman opinberlega birtar upplýsingar frá öðrum um þessi mál. Þær fræðigreinar, sem þeir vitna þar í, hafa ekki misst gildi sitt, og þar eru bæði "úrtök" (réttara sagt: rannsakaðir hópar) þar sem um marga og fáa er að ræða, þannig að alhæfandi fullyrðingar þínar um afstöðu APA til þeirra mála eru máttlaust púður í höndum þínum, enda vitnarðu hvorki í nákvæma(r) heimild(ir) né tilgreinir neitt orðrétt úr þeim.
Þú kallar Alfred Adler, heimsfrægan lækni og sálfræðing (samstarfsmann Freuds), "skoðanabróður" minn og alhæfir svo sitthvað um hann (sem ég held menn ættu frekar að kynna sér frá fyrstu hendi), en ég þekkti nú lítið til skoðana hans, þegar ég ritaði Kirkjunetsgrein mína, en nefndi það, að í sumum meðferðunum, sem raktar eru, hafi verið beitt aðferð sem kennd er við hann. Það stendur, sem og sú staðreynd, að sálfræðingar fram að og fram yfir kollsteypuna í stefnu APA hafa haft allt önnur viðhorf til samkynja kynhneigðar en þú hefur og ráðandi menn í APA.
"Kinsey-skýrslan" er heimsfræg, ef þú veizt það ekki, en Kinsey sjálfur ekki talinn áreiðanlegur vísindamaður, m.a. þegar hann var að "finna út" hlutfall samkynhneigðra í samfélaginu (sbr. eina klausu um það í þessari blaðagrein minni). En þessi rannsókn, sem ég nefndi, held ég sé mun yngri (kannski 20-30 árum yngri) en Kinsey-skýrslan, sem er frá því um 1948 eða 1950. Rannsóknin er sennilega frá því eftir daga Kinseys sjálfs, en þó má taka fram, að menn hlynntir samkynhneigðum héldu áfram að fara með stjórnvölinn í Kinsey Institute eftir hans daga.
Ég sendi hér á eftir nánari uppl.um nefnda rannsókn Kinsey-stofnunarinnar.
Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 12:09
conwoy (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:16
uppgjöf JVJ? Hættu nú alveg...þú veist fullvel hver meining mín var geimverufræðingurinn þinn...hreyktu þér sem þú vilt, og skreyttu þig með stolnum fjöðrum sama er mér, en að ég lúffi fyrir uppskafningi eins og þér kemur ekki til greina.
Enn liggja á þér einar fimm spurningar sem þú hefur ekki haft manndóm í að svara mér, snúa þær þó beint að þér sjálfum...uppgjöf...sheesh..þú ert næstum því fyndinn.
Haraldur Davíðsson, 1.12.2009 kl. 20:16
Geturðu ekki viðurkennt, Haraldur, að þú hafir haft á röngu að standa?
Er það málið?
Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 00:24
Ég sé í fljótu bragði að hér er þessi venjulega umræða og naflaskoðun "trúaðra" manna, sem ég set reyndar spurningamerki við. Trú krefst heiðarleika við sjálfan sig og aðra og ætti að mínu mati enginn að merkja sig trúnni, ef þér eruð trúaðir, þá skulið þér lifa og starfa í þeim anda.
Ef að trúin er ykkar bensín til góðra verka, fínt, kemur mér reyndar ekki við.
En hér virðast menn vera af veikum mætti að vitna í heilög rit máli sínu til stuðnings. Í öllu þessu orðsalati eruð þið að klikka á einu, tja myndi ég segja nokkuð stóru atriði. Nefnilega að við erum stödd á árinu 2009 og kirkjan er ekki neinn player í siðgæðisvitund þjóðarinnar.
Á móti kemur mjög alvarlegt atriði sem ætti að koma við kaunin á ýmsum hér. Trúfélög njóta ýmissa fríðinda og sérþjónustu, ívilnana í stjórnkerfinu ect. Sérstakrar skattalöggjafar sem dæmi sem mjög vinsælt er að færa sér í nyt.
Nú,,, Ef að þarna fara aðilar sem eru ekki nice, eru á góðri Íslensku "með stæla" út í minnihlutahópa sem dæmi, þá er ekki pláss fyrir slíkt hér á landi þakka ykkur fyrir.
Þið "trúmenn" eins og þið kallið ykkur, berið vissa ábyrgð sem mér sýnist þið ekki gera ykkur grein fyrir, hún er uppeldisleg og hún fellur undir stranga samvisku allra þeirra sem inna af hendi samfélagsþjónustu og eða aðhlynningu við þá sem veikir eru fyrir.
En ég sé allt vaðandi í peningum þarna í Fíladelfíu, sorrí, þið í þessum söfnuði eigið ekki upp á pallborðið hjá mér, einum of slick fyrir mann sem hefur ferðast og rekist á ýmislegt í þessum efnum.
Þetta er villutrú og allt ykkar grufl í biblíunni hefur ekkert að segja ef tilgangurinn með studiunni er ekki af réttum rótum spunninn.
Það er enginn að spyrja Fíladelfíufólk um afstöðu þeirra til samkynhneigðar, sorrí það er atriði sem kemur ykkur bara ekkert við, er einfaldlega ekki inn á ykkar borði. Hafið ykkar skoðannir, en það að hópast skipulega saman í krafti rúmra skattareglna og beinnar eða óbeinnar fyrirgreiðslu hjá ríkinu, til þess að ala upp viðhorf í garð samkynhneigðra í meðal annars börnum og ungu fólki, fellur hjá mér sem kennara, undir alvarlegan siðferðisbrest sem og þessi andskotans áróður og viðbjóður sem má lesa á þessari síðu.
Trú eða ekki trú, marmelaði eða drulla, kemur mér ekki við, en í guðanna bænum skríðið nú út úr torfkofunum og inn í 21. öldina.
Verið nice, bara nice - aðeins minna gáfuð - bara nice við náungan - það kostar ekki neitt.
bkv
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 02:02
Gunnar bloggvinur, það er nú ekki alls kostar rétt hjá þér, að "trúfélög [almennt talað (innskot jvj)] njót[i] ýmissa fríðinda og sérþjónustu, ívilnana í stjórnkerfinu ect. Sérstakrar skattalöggjafar ..." – Fríðindin eru engin, sem t.d. Hvítasunnukirkjan og kaþólska kirkjan njóti hér á landi, sérþjónustan engin, "ívilnanir í stjórnkerfinu", hvað áttu við?! Sérstök skattalöggjöf – hvernig þá? Kirkjuhús eru í mörgum löndum skattfrjáls – ekki hér! Fasteignaskattar hafa verið þung fjárhagsbyrði trúfélaga.
Ef það er innheimta sóknargjalda, sem þú átt við með "sérstakri skattalöggjöf," þá eru þau félagsmannatekjur trúfélaganna, en ríkið innheimtir þau með sköttum sínum. Hingað til hefur ríkið ekki tapað á þessu, af því að það hefur verið að klípa stórar sneiðar af sóknargjaldinu og stinga þeim bótalaust í ríkissjóð, 7% sum árin og meira, hygg ég önnur ár. Hægri–miðju–vinstri-stjórn Davíðs, Halldórs og Geirs Haarde var jafnsek um þetta eins og núverandi sósíalistastjórn.
Það er margt, sem kemur okkur ekki við, Gunnar, en getur ekki verið, að það eigi við um inngrip þín hér inn á trúarkenningasvið Fíladelfíu, m.a. það, að trúfélög noti sín grundvallarrit og heimildir, Heilaga Ritningu, þar sem við kristnir menn komumst í samband við stofnanda trúar okkar og lærisveinasamfélag þeirra? Ef það er eitthvað fyrir ekki-kristna til að amast við og andmæla, þá er það farið að minna á andkristnar hreyfingar í löndum Marxista á 20. öld.
Skrif þessi hér á síðunni snerta ekki hvað sízt frelsi kirkjunnar/trúfélaganna. Um að ber að standa vörð eins og um annað félagafrelsi í landinu, þar á meðal t.d. karlakóra og kvennakóra!
Svo á það ekki bara við um trúaða, að þeir tileinki sér einhver háleit lífsmarkmið, það á líka við um ýmsa trúlausa, en þá gildir það líka um þeirra afstöðu (eins og um trúna), að hún "krefst heiðarleika við sjálfan sig og aðra". Ég á við: Hinn trúlausi getur allt eins brugðizt í því að vera samkvæmur grundvallarafstöðu sinni eða göfugum hugsjónum (t.d. bróðerni allra manna, ef sú er hugsjón hans). Raunar tel ég það jafnvel vilja frekar til í tilfelli hins trúlausa, því að hann lokar sig frá hjálp eða krafti Guðs til að gera það vel, sem hann kýs að gera (oft tekst honum það, en á þetta reynir fyrst og fremst, þegar viðkomandi þarf að velja milli sín og annarra, velja fórn eða eigingirni o.s.frv.; ennfremur geta allir slaknað mjög í áhuga sínum!).
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 02:36
... Um ÞAÐ ber að standa vörð ...
Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 02:38
tja, það vill svo til að ég ber alltént minna traust til trúaðra en hinna, það er nú þannig:).
Jú jú, Jón Valur þið fallið að hluta undir lög um líknarstarfssemi og þar er sér skattalöggjöf, tékkaðu á því. Afskaplega miklir peningar í Fíladelfíu, ég veit vel hvað þessar beinu útsendingar með öllum þeim íburði sem þeim fylgir hjá þessari stofnun, ég myndi ráðleggja Fíladelfíufólki og stjórnendum þess safnaðar að nýta það fé sem þeir
Ég sé alveg í gegnum þetta komplott Jón.
Það er aðila eins og Sameinuðu Þjóðanna að móta stefnu í menntamálum er varðar mannréttindi, eins um heilsugæslu og já, fordómar í garð minnihlutahópa er víða fjallað um í þeim samþykktum sem við erum aðilar að.
Nei, svar mitt til þín Jón er að það er ekki leyfilegt að halda úti gróðastarfssemi sem berst leynt og ljóst gegn réttindum samkynhneigðra, það er mannréttindabrot og má fella slíkt undir mjög marga lagabálka. Skýrt afbrot.
Þannig er það, nei þið hafið ekki leyfi til þess að ganga gegn samfélagslegum gildum sem liggja í lögum og samþykktum í óendanlegu magni. Lögbrot.
Varðandi það að tilheyra trúfélagi, mæta í messur og segja öllum að maður sé trúaður, ég þori að fullyrða að ekki er einn félagi í trúfélagi inn á þessari síðu sem trúir á neitt. Af hverju?
Jú, fólk sem að trúir á eitthvað, hefur ekki þörf til þess að sýna náunga sínum fyrirlitningu af engri ástæðu annarri en þeirri að viðkomandi þykist fær um að dæma um hvernig annað fólk á að vera varðandi kynhneigð.
Það er ekki inn á ykkar borði Jón Valur. Heilbrigðisyfirvöld og löggjafarvald mótar þá stefnu sem og ýmsar stofnannir alþjóðlegar sem við erum aðilar að.
Um það ber að standa vörð. Til gamans, þá eru verstu krimmarnir í Suðurameríku signandi sig stanslaust talandi um guð, það er allt í plati Jón og það er allt í plati bæði hjá Fílad. og Krossinum. Peningar og græðgi, þetta er bara kaupmennska.
Ég vann í nokkur ár með geðsjúka á stofnunum. Útsendarar Krossins sem dæmi voru alltaf til vandræða. Þegar sjúklingar voru sem veikastir, þá gáfu þeir alla örorkuna og dagpeningana sína í þetta drasl. Síðan var maður hendandi þessum mönnum út af herbergjum hjá fólki sem var með óráði, þá þekkti sjúklingurinn viðkomandi ekkert.
Ég held stundum að "trúaðir" menn ættu ekki að kasta úr sínu glerhúsi eða setja miðaldastefnu í gang hér í ofanálag við kreppuna. Þið ættuð að líta inn á við. Þú Jón Valur ert til dæmis guðfræðimenntaður ef ég man rétt, ég álít þig ágætismann, en ég álít þig ekkirt sérstaklega trúaðan, ekki eins trúaðan og þú heldur sjálfur
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 03:09
"Félagsmannatekjur trúfélaganna"? Ríkið tekur ákveðinn hlut af skattinum (sem ríkið tekur af okkur öllum) og gefur trúfélögunum það.
Ég skil ekki hvernig þú getur talað um að ríkið hafi "ekki tapað á þessu", ríkið er bara að gefa trúfélögunum pening. Ég sé ekki gróðann í því.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 03:21
Það er ýmis starfssemi á vegum Fíladelfíu sem fellur undir líknarlöggjöf Hjalti Rúnar, skoðaðu þau mál bara betur.
Hvað meint tap ríkisins varðar, þá fjallar þetta alls ekki um tap ríkisins. Hér er fjallað um skrumskælingu á mannlegum gildum sem eru viðtekin í Íslensku þjóðfélagi, til handa ungu fólki, börnum, fólki sem á við geðræn vandamál að etja og fl og fl. Hugsaðu aðeins út í ábyrgðina.
Það að predika einhver hinstu sannindi um þetta mál eða hvað annað hefur ekkert gildi, alls ekki neitt.
Hvernig lifir þú þínu lífi? Það er auðvelt að vera jafn uppfullur af hroka og árásargirni í garð fólks sem hefur ekki gert neinum neitt og bera síðan fyrir sig orðsalati innan úr Fíladelfíu eða rangtúlkunum á biblíunni sér og sínum í hag.
Alls kyns starfssemi á vegum kirkjunnar fellur undir lög um líknarfélög sem þýðir engir skattar. Þannig er það.
Síðan hvenær snérist þessi starfssemi síðan um gróða? Kannski alltaf, gróða og völd. En þið hafið ekki tögl og haldir lengur, raunar er engin núlifandi Íslendingur sem hefur búið við kirkjunnar vald nema þá erlendis.
Ég hef búið í landi þar sem hommar eru grýttir og barðir á götum úti, þetta boolshit viðhorf í garð samkynhneigðar hjá ykkur "trúaða" fólkinu, er hættulegt og vona ég svo sannarlega að hætt verði við útsendingu á messu Fíladelfíu enda vil ég ekki slíkan ófögnuð inn á mitt stofugólf á sjálfum jólunum.
Takk fyrir
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 03:41
Þetta er alls ekki rétt hjá þér, Hjalti, það er ekkert verið að stela af tekjuskattinum, fjarri því, enda hefði það þá verið notað sem rök fyrir ásælni ríkisins í þessar trúfélagatekjur, en það var aldrei gert. Hins vegar er VIÐMIÐ trúfélagaskattsins í heild ákveðið hlutfall af tekjuskatti. Þetta má allt sanna með reglunum þar um, en ég stend ekki í þvi nú í nótt að koma með það allt hingað, en þræta máttu, þá færðu það á þig!
En hvað ert þú annars að svara mér, ég hélt að nóttin væri mín, ekki þín!
Gunnar minn, ég held að þú hefðir nú sjálfur átt að byrja að tékka á þessu, hvort tekjur trúfélaga féllu undir líknarstarfsemi, áður en þú hófst þessa orðræðu og fullyrðingar, ekki ég svona eftir á!
Sérðu "íburð" í útsendingum Fíladelfíu á Omega, eða áttu við Sjónvarps-útsendingarnar? Er það ekki viss passi þar, a.m.k. á stórhátíðum? Þó ekki gullidrifið, maður minn, og hættu nú að ýkja. Svo er fráleitt að segja hér, að Fíladelfía "hald[i] úti gróðastarfssemi", en ég læt aðra um að svara því öllu.
En eru þær kynlífsathafnir nú orðnar "samfélagsleg gildi", sem I.Kor.6.9 og I.Tím.1.10 lýsa greinilega sem lögleysu, andstæðar hinni heilnæmu kenningu [Krists] og felandi í sér útilokun frá Guðsríki?
Ef þú ert að reyna að halda því fram, að þetta séu einhver gildi, sem Sameinuðu þjóðirnar hafi hafið upp til vegs og virðingar, þá máttu sveia þér upp á, að svo er ekki. Gegn því hefðu mörg kristin ríki og öll múslimsk og sennilega meirihluti ríkja 3. heimsins greitt atkvæði.
Ég ætla ekki að elta ólar við fleira hjá þér núna, er sjálfur orðinn lúinn, en ég undrast spuna þinn og mest þó fítonsanda þinn í innlegginu kl. 3.41. Hvern ertu að ávarpa þar í 4. klausunni? Varla Hjalta, en kannski mig eða Þórólf?
Svo áttu ekki að vera draga inn í þetta ómannúðlega meðferð á hommum í einhverju fjarlægu landi, það breytir engu um aðstæður hér á landi.
Og orð þín um útsendingu á messu Fíladelfíu á jólum þykja mér yfrið öfgakennd.
En þetta er kannski prógrammið, að sækja að kristnum trúfélögum sem í sakleysi sínu halda af trúmennsku í kristna kenningu í þessu efni í stað þess að svíkja hana, eins og ýmsir áhrifamiklir í Þjóðkirkjunni hafa gert?
Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 04:16
Jón Valur, sóknargjöld eru framlög ríkisins til trúfélaga úr því sem það fær úr tekjuskatti sem það innheimtir frá öllum. Upphæð framlagsins er hins vegar reiknuð út frá fjölda þeirra sem eru skráðir í viðkomandi trúfélag. Þetta er ekki félagsgjald, heldur framlag ríkisins til trúfélaga.
En ég skil heldur ekki hverjum Gunnar er eiginlega að svara. Mætti halda að han teldi mig vera einhvern hvítasunnumann. En ég verð að gera athugasemd við þetta:
Þetta er bara rangt. Þeir einu sem rangtúlka biblíuna eru þeir sem halda því fram að þar sé samkynja kynlíf ekki fordæmt. Jafnvel kenninganefnd Þjóðkirkjunnar viðurkenndi að í Nýja testamentinu væri það fordæmt.
Það er varla verið að deilu um túlkun biblíunnar í þessu samhengi, heldur um kennivald hennar. Hvítasunnumenn og kaþólikkar segja að það sé eitthvað að marka Pál, frjálslyndir prestar og guðfræðingar segja að Páll hafi bara verið að bulla.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 04:36
Strákar mínir, hættið nú að tala um tekjuskatt en færið ykkur yfir í Vask, óttalegir bjöllusauðir eruð þið:)
En öll ykkar rök snúa að því hvað sé leifilegt samkvæmt biblíunni. Hér ríkja landslög félagar, ekki kirkjunnar lög.
semsagt landslög og Virðisaukaskattur.
Leggið ykkur svo hehe
Ég tek það samt fram að ég er ekki að gagnrýna Jón Val bloggvin minn í illu,,,
Hjalti Rúnar, hvað ertu að gera með tússað skegg á myndinni? Þetta er eiginlega svolítið creepy:)
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:57
Gunnar, sóknargjöld eru tekin af innheimtum tekjuskatti, ekki virðisaukaskatti.
Og banna landslög það að manni megi finnast samkynja kynlíf vera synd?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 16:38
Í guðanna bænum hættið þessum anal um tekjuskattslögin, virðisaukaskattur er ekki hluti af þeim lögum, comprende?
Landslög banna ykkur að mismuna fólki aðgengi að ykkar starfssemi sem og er Ísland aðili að mörgum alþjóðlegum samskiptum sem útiloka slíka hegðun innan ramma laganna (Jón Valur, ekki vera með bull í þessu efni), síðan hvað ykkur finnst prívat um kynhneigð annarra eða ykkar sjálfra ef út í það er farið, kemur almenningi einfaldlega ekkert við.
Né heldur kemur mér við þessi fáránlega naflaskoðun ykkar með vemmilegum tilvitnunum í biblíuna, talandi um "synd" sem dæmi, þá hef ég ekki áhyggjur hvað þið álítið synd, né held ég að alþjóð láti sig varða hvað ofsatrúarmenn í vernduðu umhverfi niðri við Laugaveg álíta synd.
En þetta þvaður í ykkur er sannkölluð umhverfismengun og subbuskapur.
kv.
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:16
"samþykktum" átti það að vera.
en kv. stendur
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:17
Í guðanna bænum hættið þessum anal um tekjuskattslögin, virðisaukaskattur er ekki hluti af þeim lögum, comprende?
Gunnar, ég læt bara duga að vitna í lög um sóknargjöld:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 21:58
hvern fjandan kemur þetta tekjuskattsraus þinni hommafóbíu við Hjalti?
sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 23:24
Gunnar, tekjuskattur tengist sóknargjöldum. Því sem ég og Jón Valur vorum að tala um. Af hverju segirðu að ég sé haldinn hommafóbíu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2009 kl. 23:32
Af því að þú forðast umræðuefnið sem er af hverju samkynhneigðu fólki er ekki boðið að taka þátt í tónleikum sem sjónvarpað verður á RUV.
Hér er ég að kommentera á einn mesta sorapistil sem ég hef lesið, þú sérð kannski ekkert rangt við umræðuefnið hér en ég sé hér alvarlega bilun.
Ég lýsi fyrirlitningu minni á þessu umræðuefni og því að menn skuli bera fyrir sig trúmálum til þess að bera á borð slíkan ófögnuð.
Hvorki þú Hjalti Rúnar, Jón Valur eða síðueigandi eruð fólk sem aðhyllist það sem kalla mætti kristin gildi hér á landi heldur gangið þið með einhverskonar vitleysu í maganum um að þið séuð með einhverja vitneskju um mannsins eðli sem einungis fáir útvaldir hafa.
Svo er ekki, fyrirbærinu má líkja við einskonar delusional disorder og allar hugmyndir um að þið séuð hinir útvöldu sem munið verða einhverskonar Palli einn í heiminum, eru þvæla, nánar tiltekið einhverskonar óskhyggja um að fá að borða allt nammið í sjoppunum.
En látum vera, endilega hittist þið allir saman, haldist í hendur og alið á þessari vitleysu allri.
Bara ekki á RUV sem er útvarp allra landsmanna. Þjóðin aðhyllist ekki ykkar skoðanir og er það ekki almennt álitið að samkynhneigð sé "synd", hefur ekki gert og mun ekki gera. Það er líklega sárt að horfast í augu við það en þannig er það nú.
Það hefur nú oft verið sagt að þeir sem líta samkynhneigt fólk svo alvarlegum augum eins og gert er hér á þessari síðu, séu ekki komnir út úr skápnum.
Nú bið ég að heilsa og vona að stóri vondi homminn koma ekki að taka ykkur, hehe
sandkassi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 00:09
Sæl og blessuð
Langar að benda á blogg þar sem allt er teygt og togað og viðhöfð ljót orð: Hér
Ég vil ítreka að allt sem við gerum rangt er synd.
Aftur á móti er ekkert hægt að bera saman samkynhneigð, þjófnað, barnaníð og fleira saman og hljótum við fullorðið heilvita fólk að vita það. En það er spurning þótt að sumir viti það að samt verða þau að láta svona til að öðlast frægð og fá jákórinn inná síðuna hjá sér?
Langar að benda á bloggið hans Snorra: Hér Í innleggi nr. 38 kemur skýrt fram að hann var ekki að bera fram samkynhneigð og barnaníð. Lesið sjálf.
Því miður varð misskilningur á milli mín og Jóhönnu bloggvinkonu minnar. Hún hélt að ég væri að bera saman samkynhneigð og þjófnað þegar ég tók dæmi um einhverja synd sem í því tilefni var þjófnaður. Ég hefði getað tekið eitthvað annað dæmi.
Við Jóhanna höfum sem betur fer gert upp og fólk þarf ekki að hræra í því meir.
Ég er bara þannig að ef ég hef drýgt einhverja synd þá myndi ég fyrst vilja gera upp og fá fyrirgefningu hjá Guði og mönnum áður en ég myndi stíga í pontu í kirkju.
"Allir"hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunnar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú." Róm. 3:23.-24. Tókuð þið eftir að það stóð "ALLIR"
Nú er síðasti mánuður ársins runninn upp og það styttist í að við öll höldum uppá fæðingardag Frelsarans. Mikið væri ég hamingjusöm ef öll íslenska þjóðin væri þá búin að gera upp við Frelsarann. Flestir lofuðu að gera Jesú Krist að leiðtoga líf síns á fermingardaginn. Hvernig væri nú að standa við það með stæl.
Ég trúi að ef við leitum Guðs af öllu hjarta þá mun hann snúa við högum okkar "allra" - Íslendinga.
Megi almáttugur Guð blessi íslenska þjóð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.12.2009 kl. 03:01
Ég trúi á Krist sem frelsara minn, Guðs Son eingetinn, mann og Guð, hr. bloggvinur Gunnar Waage! Þú tekur það ekki frá mér né honum Þórólfi, en Hjalti var, síðast þegar ég vissi, ólíkrar meiningar. Hann hefur það þó fram yfir marga vantrúarmenn að geta rökrætt um hlutina á hlutlægan hátt og án þess að láta hleypa sér upp í neinn æsing eða leiða sig afvega með tilfinningalegri orðræðu.
Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 03:04
hahahahahaha....JVJ, þú ert ekkert minna en stórkostlegur!
Haraldur Davíðsson, 3.12.2009 kl. 04:47
Æsing. viltu æsing Jón Valur, eða litla englabossa-fyrirmyndarfíflið hér þessi Rósa Aðalsteinsdóttir, heldur þú þarna litla kerlingartwitt að einhver heilvita maður leiti að frægð inn á þessari subbulegu síðu meðal vitfirrtra ofsatrúarmanna?
Ég myndi sjálfur þrífa þennan fjandans óþrifnað út af þilfarinu hjá mér eins og þennan þráð eins og hann leggur sig sem og síðueiganda og marga af hans lesendum, ef ég væri að vinna við kerfisstjórn á mogganum.
kveðjur fyrir hönd tónlistarmanna
sandkassi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 06:31
Gunnar Waage.
Það sem Rósa á við er ekki það að einhverjir leiti sér frægðar inná þessari síðu heldur það, að þeir nota þessa síðu til að vekja athekli á sínum og fá vinsældir frá jákórnum.
Þar sem þú skrifar um subbuskap og óþrifnað og alslags árásir þá held ég að þú ættir að skoða, með það í huga, vel þín skrif þó ekki væri nema í síðustu athugasemd þinni.
Undir þessi skrif sendir þú svo kveðju fyrir hönd tónlistarmanna, en þeir eru margir tónlistamennirnir sem ég þekki, sumir sem ég hef unnið með, auk þess að hafa fengist töluvert við tónlist sjálfur þó ég geti ekki kallað mig því virðulega heiti tónlistarmaður, sem ekki mundu beðkynna að þín skrif hér fyrir ofan væru fyrir þeirra hönd.
Kveðja,
Þórólfur.
Þórólfur Ingvarsson, 3.12.2009 kl. 08:04
Já, Þórólfur, þetta síðast innlegg Gunnars er subbulegt og meiðandi.
Hann talar ekki fyrir hönd margra tónlistarmanna að velja slíkan talsmáta.
Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 09:34
Ég tala svo sannanlega fyrir hönd allra þeirra tónlistarmanna sem ég þekki og starfa með enda er þessi pistill eitt það sóðalegasta sem ég hef lesið.
Hitt er annað mál að þú, síðueigandi, talar ekki fyrir munn Fíladelfíumanna en þar starfar meðal einn af mínum samstarfsmönnum, Jóhann Ásmundsson.
Þá hef ég átt nemendur sem leikið hafa reglulega með gospelkór Reykjavíkur, margir tónlistarmenn eru kennarar og held ég að þið ættuð að hugleiða það áður en þið haldið áfram með þessa þvælu hér.
Ég myndi óska eftir því við vefstjóra að þessum pistli þínum yrði hent sem og þér sjálfum líka út af moggablogginu, en við nánari umhugsun þá hugsa ég að það sé gott mál að fólk átti sig á því hverslags viðhorf fyrir finnast hér í samfélaginu þótt það sé sem betur fer í ákaflega litlum mæli.
Það jákvæða er þó það að þessi pistill er svo mikill viðbjóður að margir af ykkar (fáu) skoðannabræðrum munu líklega sjá að sér.
Að þessu sögðu þá vara ég ykkur félagana við frekari skrifum í þessum dúr, Jón Valur, láttu þetta mál eiga sig nema þú ætlir að fara niður í ljósum logum karlinn minn.
Þá ætla ég ekki að skrifa frekar inn þessa síðu, það má vera að ég taki þetta fyrir á minni eigin síðu.
p.s. varðandi "talsmáta" Jón Valur, þá nota ég þann talsmáta sem passar hverju sinni, ég sé að þér finnst að þér sé sýndur dónaskapur ekki satt?
jæja, það er líklega eitthvað sem þú ert vanur að fá á þig enda sykurhúðar þú eins og fleiri hér, hroka, mannvonsku og skepnuskap, inn í meintan boðskap Krists.
Þetta er sorgleg umræða og það á prenti.
Með þessu færi ég kveðjur fyrir hönd tónlistarmanna og verða vinir þínir Þórólfur sem þú "hefur unnið með" (svo ég vitni í þig sjálfan) bara að sætta sig við að standa á bak við orð mín.
Þeir sem myndu standa á bak við ykkar skrif hér sem fjalla um Friðrik Ómar okkar ástsæla söngvara, gætu einfaldlega aldrei talist vera tónlistarmenn.
Að lokum og að síðustu/kv.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 11:25
Talarðu fyrir hönd þessara tónlistarmanna, Gunnar? Mikið er þetta eitthvað óljóst hjá þér. Hve margra? Og hafa þeir allir lesið síðuna hér í heild?
Talsmáti þinn kom nú minnst við mig, en mér fannst þú afar ósanngjarn og harðskeyttur í garð Rósu.
Þá hefurðu ekkert bætt úr skák fyrir þér með ritskoðunar-kröfuhótunum og sífellt nýjum ofurmælum.
En ef þú skrifar aftur, væri tilvalið fyrir þig að taka fram, hvað í pistlinum hans Þórólfs þér sýnist "svo mikill viðbjóður". Varla er það í fyrstu þremur málsgreinunum, í innganginum, og varla heldur í ámóta mörgum málsgreinum í lokin – en þá er líka upptalið það, sem Þórólfur sagði í pistlinum! Er það þá postulinn Páll sem fer svona fyrir brjóstið á þér?
Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 14:17
Elsku Gunnsi minn
Fallegt af þér að kalla mig litla englabossa: "eða "litla englabossa"-fyrirmyndarfíflið hér þessi Rósa Aðalsteinsdóttir,"
Ég er frjálslega vaxin kona og veit að það er rangt og syndsamlegt að fara illa með líkama sinn eins og ég, með því að burðast með alltof mikið af aukakílóum.
"Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlífi né svalli, ekki í þrætu né öfund." Róm. 13:13.
Guð og Gunnar eru vinir og öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Upp með jólaskapið. Við erum að sjálfsögðu öll í stuði með Guði og í botni með Drottni.
Guð veri með ykkur öllum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:33
Haraldur : Sniðugur: "hahahahahaha....JVJ, þú ert ekkert minna en stórkostlegur!"
Við verðum að muna að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Guð veri með ykkur öllum.
Friðarkveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:36
Vopna-Rósa
Guðskerlingin - Rósa
Ofurfemínistinn - Rósa
Róza trúfrænka
Litla englabossa-fyrirmyndarfíflið hér þessi Rósa Aðalsteinsdóttir
Það er gaman að lifa.
Guð veri með ykkur öllum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:43
„Málæðinu fylgja yfirsjónir, en sá breytir hyggilega, sem hefir taum á tungu sinni.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:19.„Tunga hins réttláta er úrvals silfur, vit hins óguðlega er lítils virði.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:20.„Blessun Drottins, hún auðgar, og erfiði mannsins bætir engu við hana.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:22.„Heimskingjanum er ánægja að fremja svívirðing, en viskan er hyggnum manni gleði.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 10:23.
„Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá, en undirferli svikulla tortímir þeim.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:3.
„Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:10.
„Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 13:10.
„Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:1.-2.
„Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 15:18.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:51
Sælt veri fólkið, hef nú ekki haft tíma til að lesa allar athugasemdirnar.
Ég vil taka það fram að ég er ekki sérfróð í orði Guðs, en ég held að þegar það var skrifað var það ekki kaflaskipt eða skipt upp í vers eins og við þekkjum í dag.
Mig langar að benda á versin sem koma í beinu framhaldi af versunum sem Þórólfur vitnar í.
Fyrir því hefur þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama. Vér vitum, að dómur Guðs er sannarlega yfir þeim er slíkt fremja. En hugsar þú það, maður, þú sem dæmir þá er slíkt fremja og gjörir sjálfur hið sama, að þú fáir umflúið dóm Guðs? Eða ítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans ug umburðarlyndis og langlyndis. Veist þú ekki, að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar. Rómverjarbréf 3: 1-4.
Að lokum, þá stendur í Rómverjabréfi 3: 23-24. Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð og þeir réttlætas án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina sem er í Kristi Jesú.
Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 10:54
Mörgum finnst eins og verið sé að fordæma! Þeir sem það skrifa ERU þeir fyrstu á blogginu sem eru að dæma! Flestum samkynhneigðum finnst eins og þeir séu fordæmdir og dæma þá, sem þeir finnst það gera, hart í hjarta sér. Þeir hinsvegar sem benda á Orð Guðs þurfa að þola svívirðingarnar allar fyrir það eina að opna Biblíuna og benda á kristin gildi. Þau eru ekki að dæma en hinsvegar er Ritningin eins og ljós og þeir sem standa í ljósinu eins og ljóskastari kastar ljósi á sviði finnast dæmdir. Ekki af mönnum heldur Ritningunni. Oft á tíðum eru fólk ekki viðbúið Orði Guðs enda fáir fengið það óþvegið beint í andlitið af prestum landsins. Það er því augljóst að jarvegur er ekki til staðar að taka við því og það fellur út í vegakant. Ég vil endregið hvetja trúarhetjurnar til að standa í skarðinu eins og varðmenn og láta skrif sín sjást á prenti. Hvikum hvergi. Ég vil þó benda á skrif Guðsteins um samskipti ólíkra skoðanna og deyða ekki með Ritningunni og fara varlega og með gát og hafa kærleikann alltaf að leiðarljósi.
Hörður Finnbogason, 5.12.2009 kl. 00:33
Þinn Guðsteinstengill virkar ekki, Hörður.
Jón Valur Jensson, 5.12.2009 kl. 02:34
Sæl og blessuð
Gunnar Waage skrifaði opið bréf á bloggsíðu sína til vefstjóra mbl.is. Sjá hér. Þar bendir hann á þetta blogg, lesið sjálf. Ég skrifaði innlegg hjá honum sem hann birtir ekki því það átti að birtast áður en Sigurður Þórðarson vinur minn skrifaði þar innlegg og miða ég þá við t.d. hvenær ég skrifaði og það var löngu áður en Siggi skrifaði sitt innlegg????
Gunnar kallar mig ljótum nöfnum: "Æsing. viltu æsing Jón Valur, eða litla englabossa-fyrirmyndarfíflið hér þessi Rósa Aðalsteinsdóttir, heldur þú þarna litla kerlingartwitt (witch = norn?) að einhver heilvita maður leiti að frægð inn á þessari subbulegu síðu meðal vitfirrtra ofsatrúarmanna?" Það er ekkert verið að skafa af því hérna og það af þessum líka ágætis náunga sem sendir opið bréf til vefstjóra mbl.is. Gunnar er algjör töffari. Margur heldur mig sig.
Ég verð nú bara að segja að þessi menntaði ágætisnáungi þarf að fara í augnaðgerð og biðja augnlæknir að skera burtu bjálkana í augunum hans. "Hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér,' en sérð þó eigi sjálfur bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns." Lúkas 6:42.
Guð blessi Gunnar Waage og ykkur öll.
Friðarkveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2009 kl. 13:22
„Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá, en undirferli svikulla tortímir þeim.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 11:3.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2009 kl. 01:10
Lúkas 6:42 á nú ágætlega við þá sem þykjast þess umkomnir að útskúfa, fordæma og bannfæra meðbræður sína í nafni guðs...lítil ráðvendni falin í því.
Haraldur Davíðsson, 6.12.2009 kl. 11:20
Hörður, hér er réttur Guðsteinstengill. Annars þakka ég góð orð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.12.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.