Reyklaus.is

Ég hef verið stórreykingamaður í 50 ár og hef eiginlega frá upphafi veið óánægður með það að vera háður þessari fíkn. Af því hefur leitt að ég hef gert margar tilraunir til að losna undan þessu og reynt að hætta reykingum á allann mögulegann og ómögulegann hátt en ekki haft erindi sem erfiði og öll þau lyf sem hægt er að fá til hjálpar hafa ekki dugað mér.

Það var svo að ég fór inná síðuna reyklaus.is og viti menn ég hef ekki reykt síðan og eru þetta orðnar 5 vikur og 35.ooo kr. sparnaður miða við minn kostnað af reykingum og svo frelsið sem maður öðlast við að vera laus við þetta, þurfa ekki að hanga einhversstaðar úti við í allavega veðrum til að reykja. Af hverju hún virkar þessi síða fyrir mig kemur til af stuðningnum og góðum ráðum sem ég fæ hjá þeim fjölmörgu sem þarna eru og voru í sömu sporum og ég. Þarna kem ég inn allavega einu sinni á dag og stundum oftar og það hefur virkað.

Af hverju ég er að setja þetta hér er í von um að ef einhver rækist á þessi skrif og er í sömu sporum og ég var þá er von mín sú að þetta gæti orðið viðkomandi hvatning til að láta á þetta reyna, þatta hefur verið nokkuð erfitt en þó ekki eins erfitt og ég hélt fyrir og fyrst ég er kominn þetta áleiðis, án þess að nota nokkur nikótínlyf, þá geta þetta allir.

Með góðri kveðju og hvatningu.

Þórólfur.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Til hamingju með að vera laus við þrældóminn. Nú er vika hjá mér í 5 ára reykleysisafmæli. Gangi þér vel. Eitt ráð að lokum ekki taka einn einasta smók þó þér finnist það í lagi. 

Jóhannes Einarsson, 20.2.2009 kl. 09:18

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Þakka þér hamingjuóskirnar Jóhannes og til hamingju sömu leiðis með þinn frábæra árangur. Þakka þér líka ráðgjöfina ég festi mér þetta ráð í huga því mér er farið að þikja vænt um þessar vikur og sú væntumþikja mun væntanlega aukast með auknum tíma í reykleysi.

Kær kveðja.

Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 20.2.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Sæll elsku afi minn.

Ég frétti þetta fyrir nokkrum dögum! Mikið rosalega hljóta konurnar í fjölskyldunni að vera ánægðar með þetta hjá þér, sem og öllum öðrum!

Þetta er rosalega gott hjá þér! Og nú loksins færðu frið frá röflinu í kjerlum Þær eiga þó ekki í vandræðum með að finna eitthvað annað til þess að ergja sig þá á í staðin... hehe

 En til hamingju afi með þennan frábæra árangur!

Kveðja, dóttursonurinn.

Ingvar Leví Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 04:58

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll elsku drengurinn minn.

Þakka þér fyrir hamingjuóskirnar og þetta hefur gengið ótrúleg vel þó ekki hafi það verið átakalaust en þetta lagast alltaf meira og meira eftir því sem tíminn líður. Ég sé að þú hefur innsýn í duttlunga kvenfólksins í ættinni það er kannski þess vegna að þú kýst að vera í Reykjavík 

Ég hlakka til að sjá þig í Reykjavík þegar ég kem þangað 25. mars og verð verð í eina viku. Ég bið að heilsa vinunum og hafðu það alltaf sem berst.

Kær kveðja, afi.

Þórólfur Ingvarsson, 22.2.2009 kl. 07:10

5 Smámynd: Offari

Til hamingju.

Offari, 26.2.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Auður Proppé

Til hamingju með árangurinn!!  Þetta er erfitt, ég reyndi að hætta á Reyklaus.is í nóvember og sprakk eftir 32 daga og var á Champix.  Nú er ég komin inn aftur og ætla að reyna að hætta þann 1.apríl (ekki aprílgabb) og nota ekki nein hjálparlyf, held ég, ekki viss með það samt. Baráttukveðjur!

Auður Proppé, 5.3.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórólfur Ingvarsson

Höfundur

Þórólfur Ingvarsson
Þórólfur Ingvarsson

Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hef búið á Akureyri síðan 1964 og er mentaður vélstjóri og rennismiður.

Ég tilheyri Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.

  Áhugamál stjórnmál, trúmál og þáttaka í umræðu þjóðmála.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband