Færsluflokkur: Bloggar

Staðgreiðslukerfið sem kom sér vel fyrir sjómenn ónýtt.

Staðgreiðslukerfið sem kom sér, eðli málsins vegna, sérlega vel hvað sjómenn varðar, þó auðvita skipti það alla launþega máli, en sjómenn búa við að vera með mjög breytilegar tekur sem geta hlaupið á margföldunum á milli mánaða og jafnvel tekjulausir mánuð eða mánuði, útkomuna veit engin firr en árið er á enda.

Eitt versta dæmið sem ég þekki er þegar síldin brást 1968, árið eftir dugðu tekjur margra sjómanna ekki fyrir sköttum og áttu margir þeirra í miklum erfiðleikum næstu ár með að komast á réttan kjöl aftur.

Eins og þetta lítur út þá stefnir í gamla farið aftur og í ljósi þess, og því að svipta sjómenn samningsbundnum rétti þeirra, sem sjómannaafslátturinn er, og svívirðilegt af stjórnvöldum að gera breytingar á kjarasamningi, plús það að skattahækkanirnar verða komnar langt útfyrir öll þolmörk þá er ég búinn að ákveða að mínum sjómannsferli, sem er orðinn rúm 40 ár, er lokið frá og með næstu áramótum.


mbl.is „Flóknari og ónákvæmari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir fólk engu að hafa mannslíf á samviskunni?

Hvað gengur fólki eiginlega til, ekki getur verið um óvitaverk að ræða í þessu tilviki þar sem atvikið á sér stað um miðja nótt.

Ég held að þeir sem slíkt sem þetta gjöra ættu alvarlega að hugsa um að leita sér hjálpar og ef hann, hún, þeir , þær eða þau nást, sem vonandi verður, verði látin sæta rannsókn á því hvort viðkomandi er talinn vera fær um að ganga laus meðal fólks.


mbl.is Hætta vegna íkveikju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkynhneigðir fá ekki að syngja í kór Fíladelfíu, af hverju?

Ég vil fyrst gera að umtalefni rýr svör forstöðumanns Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík hvað varðar þátttöku samkynhneigðra í starfi safnaðarins í kastljósi nú í kvöld. og að hafa ekki gert greinargóð svör við því hverju sá ágæti söfnuður stendur fyrir, sem auðvitað er ljóst, að standa vörð um Guðs orð. Í því sambandi fyrnst mér miður að hann minnist ekki einu orði á það hvað Biblían segir um þau mál, en hún segir, hvað samkynhneigð varðar, samkynhneigð, hún er fordæmd af Guði.

Ég vil taka hér eina tilvitnun af mörgum úr Biblíunni.

Róm 1:25-32

-25- Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. -26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, -27- og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. -28- Þar eð þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt, -29- fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar, -30- bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, -31- óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, -32- þeir eru menn, sem þekkja réttdæmi Guðs og vita að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir. Samt fremja þeir þetta og gjöra að auki góðan róm að slíkri breytni hjá öðrum.

Þess vegna segi ég að Vörður Leví Traustason safnaðarhirðir Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík hefur ekki leifi til og má ekki hafa neitt annað að leiðarljósi en orð heilagrar ritningar, sem Hvítansunnuhreifingin byggir allt sitt starf og boðun á. Einn minn berasti vinur sem nú er látin, beint vegna samkynhneigðar sinnar, mun alltaf eiga stórt rúm í mínu hjarta og ávalt var það þegandi samkomulag að hans kynhneigð væri látin liggja á milli hluta, ég sætti mig ekki við hana en vildi eiga góðan vin áfram. Ég sætti mig líka við Friðrik Ómar, sem er ástæða þessara skrifa, sem mér ber að sýna kærleika, en mér hefði fundist það eðlilegri og heiðarlegri framganga af hans hálfu að ræða málin við Vörð Leví áður en farið var með málið í fjölmiðla eins og raunin hefur orðið

.Kær kveðja í Guðs friði

Þórólfur.  

 


Ríkistjórnin lætur sig ekkert varða fyrirtækin eða þá lægst launuðu.

Hvað er orðið um öllu fögru fyrirheitin sem þessi svika stjórn gaf, hækkun skattleysismarka, áherslu á hækkun lægstu launa og það að standa vörð um velferðakerfið og fleira og fleira?

 Stefnan er sett markvist á það að gera allan almenning að vesælum ósjálfbjarga öreigum sem hvorki hafa í sig né á. Og þá munu þeir sem stjórnina skipa koma og rétta ósjálfbjarga aumingjunum lítilsháttar ölmusu svo þeir nái að lifa af og halda að þeir geti með því unnið sér inn seinni tíma vinsældir og verði þá kallaðir hinir kærleiksríku og góðu.

 Ég spyr, hvernig má það vera, þó að tvær grímur séu farnar að renna á marga, að vinnandi fólk, sem reyndar er að tapa vinnunni margt hvert vegna árása stjórnvalda á fyrirtækin, trúir og heldur í það að eitthvað gott geti komið frá þessari verstu svikastjórn sem  hefur verið við völd í landinu okkar, sem  ennþá er okkar en verður það svo til frambúðar?


mbl.is Hafa ekkert nálgast niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin von!

Hvað er verið að tala um stöðuleikasáttmála? Ég hef ekki komið auga á neitt sem vísar til einhvers stöðugleika og mun ekki koma til með að sjá eitthvað trúverðugt hvað það varðar. Það gefur líka auga leið þar sem forseti ASÍ er svo samtvinnaður Samfylkinguni að einskis góðs er þaðan að vænta fyrr en þar tekur við nýtt fólk, bæði hvað varðar ríkisstjórn og ASÍ, þangað til verður launafólki látið blæða og allt gert til að verja fjármagnseigendur.Angry
mbl.is Þurfum að finna farsæla lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vissi ekkert!

Er Lýður Guðmundsson virkilega svo skini skorpinn að ætla fólkið í landinu sé svo vitlaust að hann geti lagt hvað sem er fyrir það? Hann ætti að skammast sín og koma sér af Landi burt því svona lagað á ekki að eiga sér stað innan um þá  sem láta sér eitthvað varða siðgæðið
mbl.is Vissi ekki um lán til Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skipar 74. sæti yfir áhrifamestu konur og ætla ég ekki að vefengja það, en eitt er víst að hún kann ekki að nota þau áhrif til góðra verka Og finnst mér það sem einn góður bloggvinur minn kallar hana gjarnan, lýsa henni og hennar verkum best. Svikakvendi.Tounge

 


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var viðskiptaráðherra kjörinn af þjóðinni? Als ekki!

hvað er viðskiptaráðherra, herra Gylfi Magnússon að fara? Hann segi að ráða verði bót á greiðsluvanda bankana með því að breyta erlendum lánum fyrirtækja í íslenskar krónur til að létta undir með bönkunum. Verður ekki það sama uppá borðinu með heimilin? Hlustum á Vilhjálm Egilsson, sem Davíð Oddson gerði óverðskuldað lítið úr á síðasta landsfundi sjálfstæðismanna, en hann sagði að greiðslubyrði yrði fjórfalt hærri yrðu lánunum mintabreitt. Þetta er eitthvað sem enginn ræður við, að ég alla vega held:-( 

Þess vegna spyr ég, Hvar er húsáhalda byltingin, áður var þörf en nú er nauðsyn! Burt með Gylfa.

Ef ég misskil eitthvað þá þætti mér vænt um að fá ábendingar + leiðréttingar

Biðjum því Guð að hjálpa okkur, því hyggjuvit manna er einskis gilt.

Kær kveðja Þórólfur.


Kirkjan, til hvers er hún?

Þannig gæti spurning frá hluta þingmanna hljóðað, allavega telja þeir sig ekki þurfa á kirkjunni að halda, eða þannig blasti það við mér þegar þeir sáu ekki ástæðu til að vera við Guðsþjónustu fyrir þingsetningu. Ég er nú samt þeirrar skoðunar að tækju þingmenn upp hin Kristnu gildi þá væru þeir betur í stakk búnir til að taka skinsamlega ákvarðanir og rétt á málum, plús það að siðferðið myndi batna sem ekki er vanþörf á.

En þeir telja sig vera sjálfum sér nógir og þurfi ekki á þeirri hjálp að halda sem frá Guði getur komið og stendur hverjum þeim til boða sem einlæglega eftir leiðsögn hans leitar. Allavega tel ég að forsætisráðherra veiti ekki af einhveri hjálp til að sjá hlutina í réttu ljósi og fari að gera sér grein fyrir því að málin þurfa að snúast um annað og meira en umsókn að ESB. Þetta segi ég fyrir það að Jóhanna gekk fram af mér þegar þau orð féllu að þingið gæti farið í frí á meðan nefnd fjallaði um framan greinda umsókn nema ef einhver brýn mál kæmu upp. Er ekkert af slíkum málum við að fást, ég bara spyr, hvað kallast það sem blasir við heimilum og atvinnuvegunum? Mín skoðun er sú að ef þeir sem fara með stjórn landsins eru ekki betur með á nótunum en þetta, þá sé full ástæða til þess að þeir biðji Guð að hjálpa sér. 


Ef þú tryggir hjá okkur þá færðu það bætt!

Þannig hljóða auglýsingarnar frá okkar ágætu tryggingarfélögum, eða getum við kallað þau ágæt,ég bara spyr?

Mér rann til rifja, og varð í einu orði sagt miður mín , að hlusta á einlægt viðtal í kastljósi, nú á dögunum sem virkilega varð til þess að ég fann til. Þetta viðtal var við föður sem lenti í bíl slisi  með tvö börn sín og þurfa að horfast í augu við það að annað barnið lætur lífið og hitt er lamað og 100 % öryrki. Þegar þannig er á að horfa þá skildi maður ætla að samkennd og velvilji mundi ráða öllum gerðum sem í okkar mannlega eðli ætti að búa, en er það svo?

Nei, tryggingarfélagið fær feldar niður yfir fimmtán miljónir, eða ríflega helming bótanna sem hinum slasaða dreng voru dæmdar á forsendum þess að ríkið eigi eftir að greiða drengnum þessar bætur í náinni framtíð, þvílík fásinna. Allavega þarf að greiða öll iðgjöld að fullu.

Svo er kastljósi í kvöld, með viðtal við lögfræðing sem ásamt tveimur öðrum hefur reynt að fá leiðréttingu á þessum ólögum og alstaðar mætt skilningi hjá ráðamönnum en málið virðist stranda á því að ekki séu til fjármunir hjá alþingi því þessi vinna kosti heilar tvær og hálfa miljón , en ekki séu til ráðstöfunar nema sex hundruð þúsund, en þess má geta að í fréttatímanum á undan þessu kastljósi þá var verið að tala um allar miljónirnar sem ráðuneytin verja í allskonar sérfræðiþjónustu sem mér finnst ekki brýnni enn þetta sem ég er hér að benda á.

Og til að kóróna allan ósóman þá fullyrðir þessi lögfræðingur að þessum ólögum hafi verið komið á vegna þrýstings frá tryggingafélögum, þessum félögum sem segja okkur að ef við tryggjum hjá þeim þá fáum við aða bætt, er þetta brandari?

Ég hef stóra spurningu fram að færa, og spyr hvar erum við stödd?  Eigum við ekki að taka okkur taki, öll sem eitt, og fara að leita eftir þeim Kristnu gildum sem ég seigi, og veit að okkur séum holl. Og hvet ég alla til að lesa 13. kapítula í 1. Korintubréfi sem er um kærleikann og segir okkur allt um það hvers hann er megnugur.

Kærar kveðjur

Þórólfur

 


Næsta síða »

Um bloggið

Þórólfur Ingvarsson

Höfundur

Þórólfur Ingvarsson
Þórólfur Ingvarsson

Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hef búið á Akureyri síðan 1964 og er mentaður vélstjóri og rennismiður.

Ég tilheyri Hvítasunnukirkjunni á Akureyri.

  Áhugamál stjórnmál, trúmál og þáttaka í umræðu þjóðmála.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband